Úrval - 01.11.1971, Síða 48
46
ÚRVAL
lá á sillunni við hlið hans. Mjög
blæddi úr sárinu.
Oelz vann hratt og örugglega.
Hann notaði límband til að herða
að fótleggnum til að stöðva blóð-
rásina, og herti að upp við hægri
mjöðm Judmaiers. „Ég er búinn að
vera,“ sagði Judmaier. Oelz svaraði
engu. Hann hélt áfram vinnunni,
hreinsaði blóðdrefjar af höfði Jud-
maiers og batt hann við klett, þann-
ig að hann rynni ekki fram af sill-
unni. Hann gat ekki verið ósam-
mála svartsýnni fullyrðingu vinar
síns. Hefði þetta verið Sviss eða
Austurríki, þá hefði verið hægt að
ná sambandi við marga færa, þjálf-
aða fjallgöngumenn, sem höfðu
starf af að bjarga fjallgöngumönn-
um í vandræðum, þá hefði hann
kannski haft nauma von um björg-
un. En þetta var Kenya, þar sem
ekki fyrirfundust sérþjálfaðar
bj örgunarsveitir f j allgöngumanna.
Og jafnvel þótt þær hefðu verið
til, þá virtist augljóst, að löngu áð-
ur en Oelz hefði tekizt að safna
þeim saman, hefði vinur hans ver-
ið dauður af blóðmissinum, tauga-
áfallinu eða öðrum afleiðingum
meiðslanna.
Þegar Oelz hafði gert sér grein
fyrir staðreyndunum, hratt hann
allri hugsun um þær burt úr huga
sér. Eitthvað hlaut maður að geta
gert. „Ég ætla að fara og sækja lyf
og fólk til að bera þig niður,“ sagði
hann, „það er möguleiki.11
Judmaier kinkaði veiklulega kolli,
„kannski ef þeir verða fljótir,“ sagði
hann, „og ef þú verður heppinn ...“
„VIÐ VERÐUM AÐ REYNA“
Það var farið að snjóa. Þótt fjallið
Kenya sé í aðeins 10 mílna fjarlægð
frá miðbaugi, þá kólnar mjög á
skömmum tíma, ef birgir ský sólu.
Oft fer hitinn niður fyrir frosmark.
Oelz lagði jakka þeirra beggja og
teppi yfir Judmaier, og setti hann
þar að auki í svefnpoka. Hjá hon-
um skildi hann eftir það eina sem
þeir höfðu matarkyns, þ.e. dós með
niðursoðnum ávöxtum. Síðan kom
hann lagi á reipi, brá því um sig,
snerti við öxl vinar síns í kveðju-
skyni, og renndi sér niður af brún-
inni.
Ferðin niður var ofsalega sárs-
aukafull. Reipið reif sem áður upp
brennda lófa Oelz, og stundum varð
hann að nema staðar, vegna þess
að kvalirnar voru óþolandi. Klett-
arnir voru þegar þaktir ísþynnu, og
snjókoman var svo mikil, að hann
sá ekki nema metra frá sér eða tvo.
En hann hugsaði stöðugt um Jud-
maier, einan þar uppi í kuldanum,
og hann mjakaðist áfram. Um sex
leytið staulaðist hann inn í Kami
Hut, þar sem Zambíumennirnir
fjórir voru og Ameríkanarnir. Hann
sagði þeim hvað gerzt hafði.
Einn Zambíumannanna, innflutt-
ur Breti, Bev Burrage að nafni,
bauðst strax til að fara niður fetin
15.700 að Top Hut, þar sem voru
meðöl og umbúðir til notkunar í
neyðartilfellum og radíótæki, sem
gekk fyrir rafhlöðum, hlöðnum af
sólarljósinu. Eftir nærri tveggja og
hálfrar stundar klifur þangað nið-
ur í myrkrinu, komst hann niður
gerði lögreglunni í Naro Moru, þorpi
við rætur fjallsins, viðvart.