Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 52
50
ÚRVAL
var við það, þegar Chambers,
Temble og hinir komu honum nið-
ur um önnur 400 fet. En það átak
var líka allt sem þeir orkuðu, því
þeir féllu niður, gersamlega úr-
vinda. Það fór að rigna, og einhver
breiddi plastskýlu yfir andlit Jud-
maiers.
Eftir stundarkorn, fann Gerd Jud-
maier, að skýlan var tekin frá and-
liti hans. Hann heyrði Oelz segja,
„hann er mjög langt leiddur." Þá
heyrði hann aðra rödd: „Heyrðu
góði, við komum ekki alla leið hing-
að eftir engu!“ Judmaier opnaði
augun og sá hjálm týrólsks fjall-
göngumanns. „Heyrirðu til mín?“
sagði Austurríkismaðurinn Horst
Bergmann við hann, og brosti, láttu
þessa ferð okkar ekki verða til
einskis farna.“
„OKKUR HEFUR TEKIZ ÞAÐ!“
Austurríkismennirnir komust
áfram með undraverðum hraða, en
það var mikið að þakka þeim und-
irbúningi, sem innlendu fjalla-
mennirnir höfðu unnið. Austurrík-
ismennirnir bjuggu yfir þeirri þjálf-
un og þeim búnaði sem þurfti til að
koma fyrir bjarglínum niður þver-
hnípta hamraveggi á fáeinum mín-
útum, og þeir voru nægilega kröft-
ugir til að slaka Judmaier niður
eftir böndunum af miklum hraða.
Á einni klukkustund höfðu þeir
komið Judmaier niður um 130 fet
af næsta illfæru fjalllendinu.
Þegar svo neðarlega var komið,
tók við hið erfiða verk að bera
hann niður brattar hlíðar, aflíðandi
kletta, þakta glerhálum ísnum.
Klukkan 10 um kvöldið náðu
þeir niður á sléttlendi og á miðnætti
sáu þeir ljósin í búðunum við Kami.
„Svo hjálpi okkur Guð, okkur hef-
ur tekizt það!“ sagði einhver.
Og það reyndist rétt vera. Aust-
urríkismennirnir höfðu ferðazt 4000
mílur og tekizt á hendur björgunar-
verk, sem er einstætt í sögunni. Þeir
sóttu dauðvona mann upp á hættu-
legasta fjallstind í Afríku, þar sem
hann hafði legið milli heims og
helju i átta daga og sjö nætur —
þetta afrek unnu þeir á samtals 54
klukkustundum.
Gerd Judmaier hefur enn ekki
náð sér eftir þessa ferð, þegar þetta
er ritað, enn er hann undir um-
sjón lækna, en hann finnur til inni-
legs þakklætis til allra þeirra
manna sem lögðu á sig ótrúlegt erf-
iði við að bjarga honum niður af
fjallinu, þeirra sem björguðu lífi
hans.
Faðir hans þakkaði mikillega öll-
um sjálfboðaliðunum, og sagði í
stuttri ræðu sem hann hélt yfir
þeim öllum, „og ég beygi höfuð
mitt í djúpri virðingu fyrir unga
manninum sem fórnaði lífi sínu fyr-
ir mann, sem hann þekkti ekki,
hafði aldrei séð. Nafn flugmannsins,
Jim Hastings, mun aldrei gleymast
í okkar fjölskyldu."