Úrval - 01.11.1971, Side 53

Úrval - 01.11.1971, Side 53
51 Suður-Afríka er stórkostlegt land, — land auðæfa og gullinna tækifæra. En það er jafnframt land óttans. Ef lil vill leysast hin erfiðu vandamál, þegar óttinn hefur nagað íbúana nógu lengi. EFTIR CARL T. ROWAN Suður - Afríka: þjóð í stríði við samvizkuna * * * * * c * o * * uður-Afríka væri sann- kölluð paradís á jörðu, ef náttúrufegurð, lofts- lag og náttúruauðæfi nægðu til þess að skapa sterka og ham- ingjusama þjóð. Fegurð hennar gióir eins og gullið, sem þar er að finna í iðrum jarðar, en í Suður- Afríku eru þrír fjórðu af allri gull- framleiðslu hins frjálsa heims. Þar eru grösugir og blómskrýddir dalir, grænar fjallahlíðar og glæsileg íbúðarhverfi. Þar er að finna geysi- legt magn af úraníum og ódýrri raf- orku. Þar eru tveir þriðju af öllum krómbirgðum heimsins. Og þar eru grafnir úr jörðu demantar fyrir 91 milljón dollara á ári. En Suður-Afríka er líka óskap- legt vandamál, og ástandið þar er í rauninni ömurlegt og sorglegt, bæði fyrir íbúa landsins og um- heiminn í heild. Kynþáttamisrétti, efnishyggjugræðgi og stjórnmála- legur ótti ríkir víðast í heiminum og hvílir á öllu eins og mara. En allir þessir lestir og ókostir hafa ger't Suður-Afríku að fangelsi og íbúana að föngum þess. Þeir eru orðnir fangar og algerir þrælar þessara lasta og ókosta, líklega í enn ríkara mæli en nokkrir aðrir jarðarbúar. Suður-Afríka nútímans er þjóðfélag í hlekkjum, titrandi af ótta við frelsið, ríki og þjóð, sem á í stríði við samvizku sína. Við hjónin ferðuðumst víða um Suður-Afríku fyrir nokkrum mán- uðum og sáum þar margt og mikið. Við vorum fyrstu svörtu blaða- mennirnir, sem leyft var að heim- sækja landið og ferðast um það að vild. Okkur var ekki aðeins tekið af mikilli kurteisi af hvíta minni- hlutanum, sem öllu ræður í land-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.