Úrval - 01.11.1971, Síða 53
51
Suður-Afríka er stórkostlegt land, — land auðæfa og gullinna
tækifæra. En það er jafnframt land óttans. Ef lil vill leysast hin
erfiðu vandamál, þegar óttinn hefur nagað íbúana nógu lengi.
EFTIR CARL T. ROWAN
Suður - Afríka:
þjóð í stríði við samvizkuna
*
*
*
*
*
c *
o *
*
uður-Afríka væri sann-
kölluð paradís á jörðu,
ef náttúrufegurð, lofts-
lag og náttúruauðæfi
nægðu til þess að
skapa sterka og ham-
ingjusama þjóð. Fegurð hennar
gióir eins og gullið, sem þar er að
finna í iðrum jarðar, en í Suður-
Afríku eru þrír fjórðu af allri gull-
framleiðslu hins frjálsa heims. Þar
eru grösugir og blómskrýddir dalir,
grænar fjallahlíðar og glæsileg
íbúðarhverfi. Þar er að finna geysi-
legt magn af úraníum og ódýrri raf-
orku. Þar eru tveir þriðju af öllum
krómbirgðum heimsins. Og þar eru
grafnir úr jörðu demantar fyrir 91
milljón dollara á ári.
En Suður-Afríka er líka óskap-
legt vandamál, og ástandið þar er
í rauninni ömurlegt og sorglegt,
bæði fyrir íbúa landsins og um-
heiminn í heild. Kynþáttamisrétti,
efnishyggjugræðgi og stjórnmála-
legur ótti ríkir víðast í heiminum
og hvílir á öllu eins og mara. En
allir þessir lestir og ókostir hafa
ger't Suður-Afríku að fangelsi og
íbúana að föngum þess. Þeir eru
orðnir fangar og algerir þrælar
þessara lasta og ókosta, líklega í
enn ríkara mæli en nokkrir aðrir
jarðarbúar. Suður-Afríka nútímans
er þjóðfélag í hlekkjum, titrandi af
ótta við frelsið, ríki og þjóð, sem á
í stríði við samvizku sína.
Við hjónin ferðuðumst víða um
Suður-Afríku fyrir nokkrum mán-
uðum og sáum þar margt og mikið.
Við vorum fyrstu svörtu blaða-
mennirnir, sem leyft var að heim-
sækja landið og ferðast um það að
vild. Okkur var ekki aðeins tekið
af mikilli kurteisi af hvíta minni-
hlutanum, sem öllu ræður í land-