Úrval - 01.11.1971, Side 55

Úrval - 01.11.1971, Side 55
SUÐUR-AFRÍKA . . . 53 menn mjög mikið. En samt skjálfa þeir af ótta við, að aukin völd svert- ingjum til handa mundu gera þá að skotspæni svertingja. . .. 600.000 Asíubúar (aðallega Indverjar), sem búa margir í Dur- han og annars staðar í Natalhéraði, virðast leitast - við að léta sem minnst á sér bera. Þeir reyna bara að styrkja efnahagslega aðstöðu sína sem bezt og standa saman sem sérstakur hagsmunahópur, en hafa sig ekki mikið í frammi, þvi að þeir óttast það, að þeir yrðu beittir jafn- vel enn andstyggilegri kynþáttatak- mörkunum, ef þeir gerðust mjög áberandi. Ótti þessi heltekur nú þjóðfélag Suður-Afríku. Þar er um að ræða martraðarkenndan ótta við fram- tíðina, ótti um, að í vændum séu blóðug átök og dauði. Allt of fáa dreymir um þann möguleika, að Suður-Afríku takist ef til vill á ein- hvern hátt að græða hin rotnandi haturssár ólíkra stjórnmálaskoðana og kynþátta. Um slíkt virðist fáa dreyma, hvaða kynþœtti sem þeir tilheyra. Hin eina mikla von er bundin við þá staðreynd, að enda þótt hinir hvítu íbúar dái og tigni enn yfirráð hins hvíta kynþáttar, gera þeir sér nú góða grein fyrir því, að tækin og aðferðirnar, sem notaðar eru til þess að halda í þessi yfirráð, geta einnig reynzt verða' tækin og aðferðirnir til þess að steypa þeim sjálfum í glötun. I.TTBLIND HARÐSTJÓRN Fólki hverfur aldrei úr huga það miskunnarleysi, sem ríkisstjórnin sýnir, er hún ræðst gegn þeim, er gagnrýna hana, og notar þá ótal lög, sem veita embættismönnum geysi- legt gerræðisvald til þess að refsa hverjum þeim, sem álitinn er vera hin minnsta ógnun við óbreytt ástand. Og eina sviðið, þar sem stjórn John Vorsters forsætisráð- herra virðist næstum vera litblind, er algerlega miskunnarlaus barátta hennar gegn óvinum kynþáttaað- skilnaðarstefnunnar, hinnar svo- kölluðu „apartheid“-stefnu, þeirr- ar opinberu stefnu, að kynþættirnir skuli þróast aðskildir hver í sínu lagi, bæði efnahagslega og menn- ingarlega, en ekki sem ein efna- hags- og menningarleg heild. Ríkisstjórn og yfirvöld Suður- Afríku hafa þaggað niður í mörgum gagnrýnenda sinna með því að setja þá ,,í bann“. Dæmigert hvítt fórn- ardýr stefnu þessarar var hinn hóf- sami stúdentaleiðtogi Ian Robert- son í Höfðaborg, sem hélt fram skoðunum, sem vöktu vanþóknun ríkisstjórnarinnar. Dag einn árið 1966 fékk hann þrjár fyrirskipanir frá dómsmálaráðherranum. Ein hljóðaði upp á, að hann yrði að fara strax burt úr lögsagnarumdæmi Höfðaborgar. Önnur skipaði svo fyrir, að hann yrði að gefa sig fram við lögregluna á hverjum mánudegi. Og sú þriðja kvað svo á um, að hann mætti ekki sækja nein- ar samkomur, ekki heimsækja neina skóla, háskóla né réttarsali né útbúa neitt efni til birtingar né veita kennslu eða fræðslu. Það voru tekin af honum réttindi hans sem persónu í stuttu máli sagt. Hann var ekki lengur persóna. Að minnsta kosti 50 aðrir hvítir borgarar hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.