Úrval - 01.11.1971, Page 56

Úrval - 01.11.1971, Page 56
54 ÚRVAL hlotið þessi örlög, og yfir 300 Asíu- búar, þeldökkir menn og svertingj- ar. En Robertson var „heppinn". Dómsmálaráðherrann hefði getað fyrirskipað, að hann skyldi settur í gæzluvarðhald í 180 daga, án þess að málið kæmi fyrir rétt eða hann gæti áfrýjað þessum úrskurði. Og gæzluvarðhald þetta hefði verið hægt að framlengja um aðra 180 daga og svo koll af kolli, eins lengi og dómsmálaráðherrann kærði sig um. Hann hefði einnig getað verið handtekinn (og síðan verið látinn koma fyrir rétt eða ekki allt eftir geðþótta yfirvaldanna) samkvæmt ákvæðum tveggja óljósra þvingun- arlaga, sem kölluð eru lög, sem miða að því að kveða niður komm- únista og ofbeldis- og ógnalögin. f maí árið 1970 var til dæmis 19 svertingjum stefnt fyrir rétt sam- kvæmt fyrrnefndu lögunum. Þeir voru sýknaðir, en voru svo hand- teknir aftur að vörmu spori og þeim stefnt fyrir rétt á ný, sakaðir um sama glæp samkvæmt síðarnefndu lögunum. Þeir voru enn á ný sýkn- aðir. Síðan voru þeir hundeltir af yfirvöldunum, þangað til þeir voru að lokum settir í ,,bann“. Þeir hlutu þannig í rauninni hegningu, án þess að sú hegning hefði verið ákveðin að undangengnum réttarhöldum. Hvers vegna þola hvítir Suður- Afríkubúar slíka ríkisstjórn og slík yfirvöld, sem þeir viðurkenna und- ir fjögur augu, að beiti einu versta kúgunarstjórnkerfi í víðri veröld? Vegna þess að þeim hefur verið kennt það út í yztu æsar að trúa á yfirburði hvíta kynþáttarins, og að óttast yfirráð svarta kynþáttarins meira en hvíta harðstjórn. En hvergi kemur hinn geigvænlegi persónuklofningur þeirra betur í Ijós en þegar þeir reyna að sam- ræma trú sína á yfirburði hvíta kynþáttarins yfir þeim svarta þeirri staðreynd, að þeir verða að reyna að halda velli á meginlandi, sem er heimkynni 200 milljón svertingja. „HVÍTUR“ VIÐHAFNARDREGILL OKKUR TIL HEIÐURS Því hafa Suður-Afríkumenn nú hafið mikla herferð til þess að fá umheiminn til að álíta þá heldur betri en þeir eru, án þess að þeir hafi samt slakað um hársbreidd á algerum yfirráðum sínum. Það var einmitt þess vegna sem ríkisstjórn- in breiddi út „hvítan“ viðhafnar- dregil fyrir okkur. Það er einmitt þess vegna, að hún býður nú vel- komna hópa skemmtiferðamanna og íþróttamanna frá Bandaríkjunum og Astralíu, enda þótt í þeim séu nokkrir svertingjar. „Þeir virðast vera að láta sig, en aðeins á þeim sviðum, þar sem þeir þurfa ekki að leggja neitt þýðingarmikið í söl- urnar,“ segir einn bandarískur em- bættismaður um þessa „stefnu- breytingu" suður-afrísku stjórnar- innar. En margir af menntuðum Suður-Afríkubúum þrá það nú jafnvel enn heitar en ríkisstjórn þeirra að iosna við það Ku-Klux- Klan-merki, sem þeir bera nú í augum umheimsins. En þeir kasta fljótt frá sér þessari frjálslyndis- grímu, þegar einhver fer að spyrja þá í þaula um stjórnmálaréttindi og vald hinum svarta meirihluta til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.