Úrval - 01.11.1971, Side 59
57
an atvinnurekstur í Suður-Afríku,
hefur styrkt efnahag landsins í svo
rikum mæli, að sá minnihluti, sem
ræður þar einn ríkjum, hefur nú
efni á hernum, leynilögreglunni,
vopnunum, njósurunum og svikur-
unum, sem hann hefur þörf fyrir til
þess að geta haldið völdum sínum
áfram. Og það eru eintómir loft-
kastalar að álíta, að Bretland muni
hætta sínum mikiu viðskiptum við
Suður-Afríku. Bretíand þarfnast
þessara viðskipta í jafnríkum mæli
og Suður-Afríka. Og brezk. fyrir-
tæki munu alls ekki bjóðast til þess
að hætta slíkum viðskiptum. Banda-
rísk fyrirtæki eru ekkert síður á
móti því að hætta slíkum viðskipt-
um en þau brezku.
Það er einnig augljóst, að kyn-
þáttamisréttið mun halda áfram að
ríkja í Suður-Afríku, nema um-
heimurinn reyni í vaxandi mæli að
þvinga Suður-Afríku til þess að
taka upp nýja stefnu í þessum mál-
um. En margir utan Suður-Afríku
gera sér grein fyrir því, að í sjálfri
Suður-Afriku er margt hvítt fólk,
sem mundi gleðjast yfir því í Jaumi
að ríkisstjórn Suður-Afríku yrði
þvinguð til úrbóta í þessum efnum.
Þetta fólk álítur, að hraðfara þjóð-
félagslegar breytingar í landinu séu
hin eina hugsanlega trygging fyrir
friðvænlegu lífi börnum þeirra og
barnabörnum til handa.
Það er ömurlegur sannleikur, að
helzta vonin um, að óréttlætinu og
rangleitninni í Suður-Afríku linni
eitthvað, er bundin við það stríð,
sem háð er innra með hvítum íbúum
landsins, sem finna vaxandi þjóð-
félagslegan þrýsting og þvinganir
umheimsins eða fyrsta vott eigin
samvizkubits. Og þetta er samt mjög
veik von, jafnvel að áliti óró1egra og
áhyggjufullra Suður-Afríkubúa.
Á öld lánstraustskortanna: Náungi einn frá Bandarikjunum fór 5
hraðferð til Evrópu. Hann segir, að hann muni ekki komast að þvi,
hvaða lönd hann heimsótti, fyrr en hann fær reikninginn frá láns-
traustskortafyrirtækinu.
Viltu auka orðaforða þinn? Svör
1. að afskrifa, 2. prjál, léttúð, 3.
þrotinn, nagaður niður í rót, 4. naut-
gripir, 5. ögn, e-ð ofuriítið af e-u, 6.
fifldjarfur maður, galgopi, 7. að
blaðra, að segja eftir, 8. að geisa, 9.
hálfgildis loforð, 10. hjófgefinn, 11.
holan ofan við bringubeinið, 12. kven-
samur,13. rólyndur, gæfur, 14. það að
vera haltur, 15. augnsjúkdómur, 16
vanþrif, 17. sviksemi, leti, 18. flagð,
kvenvargur, 19. kviðslit, 20. erfiði,
hrakningar.