Úrval - 01.11.1971, Side 61
HIÐ HEILAGA FLJÓT INDLANDS — GANGES
59
skyndilega verða þær átta, þegar
regntímabilið er hafið fyrir alvöru.
Það streymir niður eftir sléttlend-
inu, en landið hallar þar í rauninni
talsvert, en þar hefur verið mynd-
aður urmull af stöllum, sem notaðir
eru til ræktunar, svo að nýta megi
landið sem bezt, enda er þetta eitt
þéttbýlasta svæði jarðarinnar. Að
lokum streymir það til sjávar í ótal
kvíslum innan um óshólmana við
botn Bengalflóa, þar sem tígrisdýr
leynast í hávöxnu kjarrinu og sef-
inu. Það hefur ferðazt 1560 mílna
langa leið og í það hefur runnið
vatn af 450.000 fermílna svæði. Öld
framan af öld hefur það flutt geysi-
Jega frjósama leðju niður á slétt-
urnar, svo að leðjulagið er nú orðið
fimm mílur á dýpt eða jafnvel enn
dýpra.
Þetta er ,,Ganga“ — hið heilaga
Gangesfljót, lækningafljót Ind-
lands.
AÐ ÞVO LÍKAMA OG SÁL,
Hindúar ganga á vit fljótsins líkt
og barn leitar til móður sinnar.
Gangesfljót gengur líka undir nafn-
inu ,,Ganga Ma“ — Móðir Ganges.
I hinum fjölmörgu þorpum Ind-
lands er það áiitinn bindandi eiður
að „sverja við nafn Ganga-jal“
(vatns úr Gangesfljóti). Pílagrím-
urinn veður út í hið heilaga fljót,
alla leið upp í mitti, dýfir síðan
höndunum í vatnið, fyllir lófana af
vatni og lyftir vatninu upp að vör-
um sér og mælir fram bæn um
leið. Slík er trú hans á mátt fljóts-
ins, að hann álítur, að hið illa í hon-
um hreinsist burt, ef hann þvær
sér í hinu heilaga vatni þess. Hann
álítur sig vera öruggan um eilífa
sælu, auðnist honum að deyja á
hinum helgu bökkum þess.
Ég kynntist fyrst Gangesfljótinu
í héraðinu Uttar Pradesh, þar sem
það er þegar komið niður undir
slétturnar miklu. í síðasta sinn sem
ég hafði séð hina aldagömlu píla-
grímaborg, Hardwar, hafði rúm
milljón Hindúa safnazt þar saman
til þess að baða sig í ánni. Og jafn-
vel í þeirri ferð voru göturnar troð-
fullar af leigubílum, tvíhjóla vögn-
um, sem nefndir eru „tonga“, og
fótgangandi fólki. Lúðrasveit spilaði
af miklum krafti fyrir brúðhjón ein
og gesti þeirra. Flækingskýr litu
sem snöggvast inn í matvöruver.zl-
anir, ólundarlegur „sanyasi“ eða
förumunkur starði grimmdarlega á
okkur. Yfir herðum sér bar hann
skarlatsrautt sjal. Aðalgata borgar-
innar liggur að Har-ki-Pairi, eða
„Þrepum Guðs“, helgustu baðþrep-
um borgarinnar, þar sem straum-
svalt árvatnið skolast um fætur
hinna trúuðu.
Pílagrímarnir eru sem þverskurð-
armynd af Hindúasamfélagi Ind-
lands. Þar eru bændur og speking-
ar, ríkir og fátækir, stjörnufræðing-
ar, kaupmenn, ekklar, ekkjur og
sjúkt og lamað fólk, gamalt sem
ungt, sem grípur í járnkeðjurnar á
stöllunum við þrepin sér til örygg-
is. Pílagrímarnir eiga margir óra-
leið að baki. Þeir afbera hita, há-
vaða, flugur, troðning, vondan mat
og ásókn bjófa og ræningja til þess
að fá lokið helzta ætlunarverki ævi
sinnar... að þvo líkama og sál í
hinu helga vatni fljótsins.
Margir ganga mörg hundruð