Úrval - 01.11.1971, Page 61

Úrval - 01.11.1971, Page 61
HIÐ HEILAGA FLJÓT INDLANDS — GANGES 59 skyndilega verða þær átta, þegar regntímabilið er hafið fyrir alvöru. Það streymir niður eftir sléttlend- inu, en landið hallar þar í rauninni talsvert, en þar hefur verið mynd- aður urmull af stöllum, sem notaðir eru til ræktunar, svo að nýta megi landið sem bezt, enda er þetta eitt þéttbýlasta svæði jarðarinnar. Að lokum streymir það til sjávar í ótal kvíslum innan um óshólmana við botn Bengalflóa, þar sem tígrisdýr leynast í hávöxnu kjarrinu og sef- inu. Það hefur ferðazt 1560 mílna langa leið og í það hefur runnið vatn af 450.000 fermílna svæði. Öld framan af öld hefur það flutt geysi- Jega frjósama leðju niður á slétt- urnar, svo að leðjulagið er nú orðið fimm mílur á dýpt eða jafnvel enn dýpra. Þetta er ,,Ganga“ — hið heilaga Gangesfljót, lækningafljót Ind- lands. AÐ ÞVO LÍKAMA OG SÁL, Hindúar ganga á vit fljótsins líkt og barn leitar til móður sinnar. Gangesfljót gengur líka undir nafn- inu ,,Ganga Ma“ — Móðir Ganges. I hinum fjölmörgu þorpum Ind- lands er það áiitinn bindandi eiður að „sverja við nafn Ganga-jal“ (vatns úr Gangesfljóti). Pílagrím- urinn veður út í hið heilaga fljót, alla leið upp í mitti, dýfir síðan höndunum í vatnið, fyllir lófana af vatni og lyftir vatninu upp að vör- um sér og mælir fram bæn um leið. Slík er trú hans á mátt fljóts- ins, að hann álítur, að hið illa í hon- um hreinsist burt, ef hann þvær sér í hinu heilaga vatni þess. Hann álítur sig vera öruggan um eilífa sælu, auðnist honum að deyja á hinum helgu bökkum þess. Ég kynntist fyrst Gangesfljótinu í héraðinu Uttar Pradesh, þar sem það er þegar komið niður undir slétturnar miklu. í síðasta sinn sem ég hafði séð hina aldagömlu píla- grímaborg, Hardwar, hafði rúm milljón Hindúa safnazt þar saman til þess að baða sig í ánni. Og jafn- vel í þeirri ferð voru göturnar troð- fullar af leigubílum, tvíhjóla vögn- um, sem nefndir eru „tonga“, og fótgangandi fólki. Lúðrasveit spilaði af miklum krafti fyrir brúðhjón ein og gesti þeirra. Flækingskýr litu sem snöggvast inn í matvöruver.zl- anir, ólundarlegur „sanyasi“ eða förumunkur starði grimmdarlega á okkur. Yfir herðum sér bar hann skarlatsrautt sjal. Aðalgata borgar- innar liggur að Har-ki-Pairi, eða „Þrepum Guðs“, helgustu baðþrep- um borgarinnar, þar sem straum- svalt árvatnið skolast um fætur hinna trúuðu. Pílagrímarnir eru sem þverskurð- armynd af Hindúasamfélagi Ind- lands. Þar eru bændur og speking- ar, ríkir og fátækir, stjörnufræðing- ar, kaupmenn, ekklar, ekkjur og sjúkt og lamað fólk, gamalt sem ungt, sem grípur í járnkeðjurnar á stöllunum við þrepin sér til örygg- is. Pílagrímarnir eiga margir óra- leið að baki. Þeir afbera hita, há- vaða, flugur, troðning, vondan mat og ásókn bjófa og ræningja til þess að fá lokið helzta ætlunarverki ævi sinnar... að þvo líkama og sál í hinu helga vatni fljótsins. Margir ganga mörg hundruð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.