Úrval - 01.11.1971, Page 64
62
ÚRVAL
göfugt Himalajafljót, sem einnig er
komið langt ofan úr Himalajafjöll-
um. Ljósbrúnn straumur annars og
blár straumur hins mætast og renna
saman, og lengi má greina litaskilin.
Hindúar trúa því, að þarna renni
einnig þriðja fljótið, fljót, sem er
ósýnilegt mennskum augum, og að
það séu þannig þrjú fljót, sem sam-
einist þarna og myndi stað þann,
sem nefnist „sangam“ og er helg-
astur allra staða í Indlandi. Mill-
jónir Hindúa koma til þess að baða
sig á stað þessum, einkum meðan
stendur á trúarhátíðinni Kumbh
Mela, sem er haldin þar 12. hvert ár.
Á síðustu trúarhátíðinni, sem haldin
var þar árið 1966, tóku um 5 mill-
jónir Indverjar sér heilagt bað í
ánni alveg á hælum hinna nöktu
helgu manna, sem nefnast „nanga“,
en þeir gengu fremstir í broddi fylk-
ingar, er lagt var af stað til fljóts-
ins í hið helga bað klukkan 3 að
nóttu. Það var einnig hérna, sem
3 milljónir Indverja störðu berg-
numdir á það, er ösku sjálfs Ma-
hatma Gandhi var dreift yfir Gang-
esfljót árið 1948, og einnig er ösku
Jawaharlal Nehru var dreift yfir
fljótið árið 1964.
DÝRMÆT ÓHREININDI
Gangesfljót eflist mjög, eftir að
það hefur sameinazt Jumna. Nú
streymir það áfram í áttina til Ben-
eres, einnar elztu borgar Indlands.
Beneres er borg mótsagnanna. Hún
er borg silki og brókaðiefna, borg
Hindúaspeki og þekkingar og list-
ræns handbragðs Múhameðstrúar-
manna. En samt eru hinar fornu
hallir hennar og götur óhreinar,
tötralegar og úr sér gengnar. Það
er aðeins Gangesfljótið og pílagrím-
arnir, sem heimsækja það, sem veita
Beneres líf.
Ég fylgdist með böðum pílagrím-
anna sitjandi í bát úti á ánni, líkt
og venja er meðal skemmtiferða-
manna í Beneser. Einn ungur píla-
grímur vakti athygli mína, þegar
hann afhenti Brahmapresti einum
sínar fátæklegu éigur, en hann sat
undir sólhlíf niðri við ána. Höfuð
pílagrímsins var krúnurakað, og
hann hafði smurt líkama sinn, svo
að fljótsleðjan festist ekki við hann.
Og þegar hann dýfði sér niður í ólg-
andi strauminn, muldraði hann bæn,
sem er eins forn og sjálft Indland:
„Ó guð, sól þúsunda skínandi geisla.
I þér eru allar hátignirnar saman
komnar. Miskunna þú þínum auð-
mjúka átrúanda.“ Á eftir málaði
presturinn heilagt merki með sand-
alaviðarlími á enni pílagrímsins.
Ganaes-fljót að monsúnregntíma lokn-
um. Þá vex það jafnan mikið og
flœöir yfir bakka sína.