Úrval - 01.11.1971, Side 65

Úrval - 01.11.1971, Side 65
HIÐ HEILAGA FLJÓT INDLANDS — GANGES 63 Seinna heimsótti ég brennslu- þrepin, þ.e. líkbrennslustaðina, sem eru neðar með ánni í skugga neem- trjáa uppi á lítilli hæð. Þar hafði helzti syrgjandinn kveikt bál með eldi úr musterinu. Ég sá ekki, að neinum tárum væri úthellt. Eftir- lifendurnir vona, að sá, sem deyr, endurholdgist til betri tilveru en hinnar fyrri. Ég virti pílagrímana fyrir mér, sem böðuðu sig í vatni fljótsins og drukku það einnig. Og svo spurði ég leiðsögumann minn um það, hvort fljótið væri ekki mengað .Hann svaraði þessari spurningu minni á þann hátt, að hann skýrði mér frá þeirri trú, sem er algeng meðal Hindúa, að vatn Gangesfljóts sé hreint. Hann sagði ákveðinn: „Það eru málmar á fljótsbotninum hér fyrir norðan, sem hreinsa vatnið, þegar það streymir yfir málmlög- in.“ (Þetta getur vart verið rétt. Úrgangur frá verksmiðjum og úr skolpræsum tæmist mjög víða út í Gangesfljót). Nú höldum við um Biharfylki, sem er auðugt að járni og kolum og heimili fjórðungs þeirra Indverja, sem tilheyra fastákveðnum ætt- flokkum og rækta landið eða vinna í verksmiðjum og syngja og dansa við húsaþyrpingu ættflokksins að dagsverki loknu, líkt og forfeður þeirra hafa gert kynslóð eftir kyn- slóð. Þarna breikkar áin geysilega, er í hana renna ýmsar ár, t.d. Gogra, Sone og Gandak, sem eru allar stór- ár. Fyrir ofan fylkishöfuðborgina Patna rísa sex feta háir varnargarð- ar meðfram svæði því, sem fljótið teygir sig nú yfir, eftir að regntíma- bilið er hafið. „Himnarnir hljóta að veita hrís- grjónunum stuðning sinn,“ sagði embættismaður einn við mig í Bi- har fyrir nokkrum árum, þegar helmingur fylkisins var sem skræln- aður af langvarandi þurrkum. En það kom ekkert regn: nakið, skræln- að landið titraði og engdist í ofsa- hita sólarinnar, og ég gekk um akra, sem voru alsettir djúpum sprungum. En samt varð mikil hris- grjónauppskera í þeim hlutum fylk- isins, sem njóta vatnsins úr Ganges- fljótinu. Þar mátti sjá hvern uxa- vagninn af öðrum halda á markað- inn með hrúgu af hrísgrjónasekkj- um. Það var auðvelt að sjá, hversu geysilega þýðingu Gangesfljótið hefur fyrir landbúnað Indlands. ENDIMÖRK LANDSINS Á leið sinni til Bengalflóa streym- ir fljótið nú um annað ríki, þ.e. Austur-Pakistan. Þar sameinast Ganges enn öðrum fljótum, Brah- maputra, Jamuna, Padma og Meghna, sem greinast síðan í ótal kvíslar að nýju. Og út frá kvíslun- um liggja svo ótal álar. Og allar þessar kvíslar og allir þessir álar sameinast síðan sjónum í „Mynni Ganges“ — óshólmalandinu mikla. í ár hvílir ógnvænlegt ský yfir þessu 250 mílna breiða og gróður- sæla óshólmalandi. Þar hefur geisað borgarastyrjöld, og þar er hver höndin uppi á móti annarri. Þar hefur einnig komið upp hörð deila vegna byggingar Farrakstíflugarðs- ins, en stíflugarð þann er Indland nú að reisa við Gangesfljót 11 míl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.