Úrval - 01.11.1971, Síða 65
HIÐ HEILAGA FLJÓT INDLANDS — GANGES
63
Seinna heimsótti ég brennslu-
þrepin, þ.e. líkbrennslustaðina, sem
eru neðar með ánni í skugga neem-
trjáa uppi á lítilli hæð. Þar hafði
helzti syrgjandinn kveikt bál með
eldi úr musterinu. Ég sá ekki, að
neinum tárum væri úthellt. Eftir-
lifendurnir vona, að sá, sem deyr,
endurholdgist til betri tilveru en
hinnar fyrri.
Ég virti pílagrímana fyrir mér,
sem böðuðu sig í vatni fljótsins og
drukku það einnig. Og svo spurði ég
leiðsögumann minn um það, hvort
fljótið væri ekki mengað .Hann
svaraði þessari spurningu minni á
þann hátt, að hann skýrði mér frá
þeirri trú, sem er algeng meðal
Hindúa, að vatn Gangesfljóts sé
hreint. Hann sagði ákveðinn: „Það
eru málmar á fljótsbotninum hér
fyrir norðan, sem hreinsa vatnið,
þegar það streymir yfir málmlög-
in.“ (Þetta getur vart verið rétt.
Úrgangur frá verksmiðjum og úr
skolpræsum tæmist mjög víða út í
Gangesfljót).
Nú höldum við um Biharfylki,
sem er auðugt að járni og kolum og
heimili fjórðungs þeirra Indverja,
sem tilheyra fastákveðnum ætt-
flokkum og rækta landið eða vinna
í verksmiðjum og syngja og dansa
við húsaþyrpingu ættflokksins að
dagsverki loknu, líkt og forfeður
þeirra hafa gert kynslóð eftir kyn-
slóð. Þarna breikkar áin geysilega,
er í hana renna ýmsar ár, t.d. Gogra,
Sone og Gandak, sem eru allar stór-
ár. Fyrir ofan fylkishöfuðborgina
Patna rísa sex feta háir varnargarð-
ar meðfram svæði því, sem fljótið
teygir sig nú yfir, eftir að regntíma-
bilið er hafið.
„Himnarnir hljóta að veita hrís-
grjónunum stuðning sinn,“ sagði
embættismaður einn við mig í Bi-
har fyrir nokkrum árum, þegar
helmingur fylkisins var sem skræln-
aður af langvarandi þurrkum. En
það kom ekkert regn: nakið, skræln-
að landið titraði og engdist í ofsa-
hita sólarinnar, og ég gekk um
akra, sem voru alsettir djúpum
sprungum. En samt varð mikil hris-
grjónauppskera í þeim hlutum fylk-
isins, sem njóta vatnsins úr Ganges-
fljótinu. Þar mátti sjá hvern uxa-
vagninn af öðrum halda á markað-
inn með hrúgu af hrísgrjónasekkj-
um. Það var auðvelt að sjá, hversu
geysilega þýðingu Gangesfljótið
hefur fyrir landbúnað Indlands.
ENDIMÖRK LANDSINS
Á leið sinni til Bengalflóa streym-
ir fljótið nú um annað ríki, þ.e.
Austur-Pakistan. Þar sameinast
Ganges enn öðrum fljótum, Brah-
maputra, Jamuna, Padma og
Meghna, sem greinast síðan í ótal
kvíslar að nýju. Og út frá kvíslun-
um liggja svo ótal álar. Og allar
þessar kvíslar og allir þessir álar
sameinast síðan sjónum í „Mynni
Ganges“ — óshólmalandinu mikla.
í ár hvílir ógnvænlegt ský yfir
þessu 250 mílna breiða og gróður-
sæla óshólmalandi. Þar hefur geisað
borgarastyrjöld, og þar er hver
höndin uppi á móti annarri. Þar
hefur einnig komið upp hörð deila
vegna byggingar Farrakstíflugarðs-
ins, en stíflugarð þann er Indland
nú að reisa við Gangesfljót 11 míl-