Úrval - 01.11.1971, Side 66
64
ÚRVAL
um fyrir norðvestan landamæri
Austur-Pakistan. Byggingu hans á
að verða lokið árið 1973. Með til-
komu hans mun hluti af vatnsmagni
Gangesfljóts streyma í Hooghlyána
í Indlandi, geysilegt magn af leðju
hefur hlaðizt upp í árfarvegi henn-
ar og stíflað hann að nokkru. Áður
rann meginhlutinn af vatnsmagni
Gangesfljóts til sjávar um Hooghly-
ána. Er ætlazt til, að þessi nýi vats-
flaumur skoli burt miklu af leðju
árinnar, en Hooghlyáin er enn líf-
æð sú, sem tengir hina miklu hafn-
arborg Calcutta við hafið. Indverj-
ar segja, að það verði samt eftir
yfirfljótanlegt vatn í hinum gamla
farvegi Gangesfljóts til þess að full-
nægja þörfum Austur-Pakistan. En
Austur-Pakistanar óttast, að það
verði um vatnsskort að ræða á
þurrkatímanum, og óttast, að slíkt
hafi mjög slæm áhrif á landbúnað,
skóga og fiskveiðar í landinu. Þeir
neita því, að Indland hafi rétt til
þess að ráðskast með alþjóðlega
vatnavexti og breyta rennsli stór-
fljóta, er einnig renna um önnur
lönd.
Kalkútta er stærsta borg Indlands
og er stórborg með sjö milljón íbúa.
Eitt sinn var hún ein mesta mið-
stöð lista, bókmennta og heimspeki
í Bengalhéraðinu og einnig fjár-
málamiðstöð í austurhluta Indlands.
Kalkútta er að vísu enn lífmikil
borg, þar sem ríkir ys og þys, en
hún er líka stærsta og alversta fá-
tækrahver.fi landsins. Andrúmsloft-
ið er gegnsýrt af fátækt og örbirgð.
Tugþúsundir manna vita ekki, hvar
þeir skuli eyða nóttunni né hvenær
þeir fá næsta málsverð. Það er að-
eins hægt að halda Hooghlyánni
skipgengri með því að hafa fjölda
dýpkunarskipa stöðugt í gangi til
þess að hreinsa úr henni mestu leðj-
una.
Um sextíu mílum fyrir neðan Kal-
kútta greinist Hooghlyáin í fjölda
kvísla. Þar er ótrúlegt völundarhús
frumskógagróðurs og óteljandi ár-
kvísla og ála. Er þetta svæði kallað
„Sundarbans" eða „hinn fagri frum-
skógur“. Svæði þetta nær langt inn
í Austur-Pakistan. Furðufiskar spíg-
spora þar um á landi. Nefnast þeir
„mud-skippers“ Hið konunglega
Bengaltígrisdýr, sem er nú lagt í
einelti af miskunnarlausum veiði-
þjófum, stundar einnig veiðar.
Stundum syndir það að næturlagi
að bát uppi með ánni, þar sem skóg-
arhöggsmaður hefur lagzt til svefns,
og þrífur hann til sín.
Þegar regntímabilið hefst, breyt-
ist allt óshólmasvæðið fyrir austan
Kalkútta og austur eftir öllu Aust-
ur-Pakistan í stöðuvatn. í nóvem-
ber árið 1970 valt 20 feta há flóð-
bylgja utan af Bengalflóa inn yfir
landið og kaffærði óshólmalandið.
Hún kom æðandi, og það var sem
lýsti af henni í myrkrinu. Hún var
rekin áfram af ofsastormi, sem náði
150 mílna hraða á klukkustund.
Álitið er, að 300.000 til 500.000 Beng-
alir hafi farizt í hamförum þessum,
og var þar um að ræða skæðustu
náttúruhamfarir, sem um getur í
sögu mannkynsins. Og nú geisar
borgarastyrjöld, hungur og sjúk-
dómar á þessum slóðum. Áætlað er,
að um 6 milljónir flóttamanna hafi
flúið til Indlands frá því í marz
síðastliðnum, þegar hleypt var af