Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 66

Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 66
64 ÚRVAL um fyrir norðvestan landamæri Austur-Pakistan. Byggingu hans á að verða lokið árið 1973. Með til- komu hans mun hluti af vatnsmagni Gangesfljóts streyma í Hooghlyána í Indlandi, geysilegt magn af leðju hefur hlaðizt upp í árfarvegi henn- ar og stíflað hann að nokkru. Áður rann meginhlutinn af vatnsmagni Gangesfljóts til sjávar um Hooghly- ána. Er ætlazt til, að þessi nýi vats- flaumur skoli burt miklu af leðju árinnar, en Hooghlyáin er enn líf- æð sú, sem tengir hina miklu hafn- arborg Calcutta við hafið. Indverj- ar segja, að það verði samt eftir yfirfljótanlegt vatn í hinum gamla farvegi Gangesfljóts til þess að full- nægja þörfum Austur-Pakistan. En Austur-Pakistanar óttast, að það verði um vatnsskort að ræða á þurrkatímanum, og óttast, að slíkt hafi mjög slæm áhrif á landbúnað, skóga og fiskveiðar í landinu. Þeir neita því, að Indland hafi rétt til þess að ráðskast með alþjóðlega vatnavexti og breyta rennsli stór- fljóta, er einnig renna um önnur lönd. Kalkútta er stærsta borg Indlands og er stórborg með sjö milljón íbúa. Eitt sinn var hún ein mesta mið- stöð lista, bókmennta og heimspeki í Bengalhéraðinu og einnig fjár- málamiðstöð í austurhluta Indlands. Kalkútta er að vísu enn lífmikil borg, þar sem ríkir ys og þys, en hún er líka stærsta og alversta fá- tækrahver.fi landsins. Andrúmsloft- ið er gegnsýrt af fátækt og örbirgð. Tugþúsundir manna vita ekki, hvar þeir skuli eyða nóttunni né hvenær þeir fá næsta málsverð. Það er að- eins hægt að halda Hooghlyánni skipgengri með því að hafa fjölda dýpkunarskipa stöðugt í gangi til þess að hreinsa úr henni mestu leðj- una. Um sextíu mílum fyrir neðan Kal- kútta greinist Hooghlyáin í fjölda kvísla. Þar er ótrúlegt völundarhús frumskógagróðurs og óteljandi ár- kvísla og ála. Er þetta svæði kallað „Sundarbans" eða „hinn fagri frum- skógur“. Svæði þetta nær langt inn í Austur-Pakistan. Furðufiskar spíg- spora þar um á landi. Nefnast þeir „mud-skippers“ Hið konunglega Bengaltígrisdýr, sem er nú lagt í einelti af miskunnarlausum veiði- þjófum, stundar einnig veiðar. Stundum syndir það að næturlagi að bát uppi með ánni, þar sem skóg- arhöggsmaður hefur lagzt til svefns, og þrífur hann til sín. Þegar regntímabilið hefst, breyt- ist allt óshólmasvæðið fyrir austan Kalkútta og austur eftir öllu Aust- ur-Pakistan í stöðuvatn. í nóvem- ber árið 1970 valt 20 feta há flóð- bylgja utan af Bengalflóa inn yfir landið og kaffærði óshólmalandið. Hún kom æðandi, og það var sem lýsti af henni í myrkrinu. Hún var rekin áfram af ofsastormi, sem náði 150 mílna hraða á klukkustund. Álitið er, að 300.000 til 500.000 Beng- alir hafi farizt í hamförum þessum, og var þar um að ræða skæðustu náttúruhamfarir, sem um getur í sögu mannkynsins. Og nú geisar borgarastyrjöld, hungur og sjúk- dómar á þessum slóðum. Áætlað er, að um 6 milljónir flóttamanna hafi flúið til Indlands frá því í marz síðastliðnum, þegar hleypt var af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.