Úrval - 01.11.1971, Page 71

Úrval - 01.11.1971, Page 71
69 KRAFTAVERKIÐ Á SJÚKRASTOFUNNI Ég fór burt og tottaði sígarettuna sakbitin. Allt hringsnerist fyrir aug- um mér. Mér var óglatt, en leið brátt betur aftur. Þegar ég var að útbúa vagninn, gat ég ekki látið mér koma til hug- ar, hvers væri þörf við að veita ung- barni nábjargirnar. Það hlyti að vera óþarfi að nota karbólsápu og sóttvarnareíni. í stað þeirra setti ég handsápu og barnapúður. Það var lítið líkklæði í rúmfataskápnum, og það setti ég á vagninn og ýtti hon- um að glugganum. Rétt í því var ég gripin einhverri dularfullri kennd. „Hún getur ekki verið dáin,“ sagði ég upphátt við sjálfa mig. Ég svipti opnum dyrunum, þaut út á ganginn og opnaði varlega dyrnar að sjúkrastofunni. í herberg- inu var dauðakyrrð. Með öndina i hálsinum gekk ég yfir að vöggunni. Þar var súrefniskassi úr gagnsæju plasti með ioki. Hinn litli, hreyf- ingarlausi líkami barnsins var orð- inn bláhvítur á litinn. Á mælinum á súrefnisgeyminum mátti sjá, að lokað hafði verið fyrir súrefnisgjöf- ina. Svartur, sívalur geymirinn stóð þarna þegjandi, og leiðslurnar voru enn festar við súrefniskassa barns- ins. Án þess að vita hvað ég gerði, opnaði ég fyrir gjöfina og horfði á iífgandi gasið streyma inn í kassann. Ég opnaði lokið ofurlítið, setti báðar hendur mínar á brjóst barnsins og hóf að þrýsta loftinu út úr lungun- um. Síðan sleppti ég og endurtók þetta svo í fimm mínútur, unz dyrn- ar opnuðust hljóðlega. Hjúkrunarkonan kom inn og ýtti líkvagninum á undan sér. „Hvað í ósköpunum eruð þér að gera?“ hrópaði hún upp yfir sig. „Ég veit það ekki, en mér finnst ég verða að gera það,“ svaraði ég. „Hún má ekki deyja.“ Og sjálf var ég jafnundrandi á svarinu og hún. „Barnið hefur verið dáið í næst- um fimmtán mínútur. Héðan af get- ur ekkert bjargað því, vesiings litla barninu. Þið eruð sumar ykkar svo ungar, að þið getið ekki horfzt í augu við þennan hluta starfsins. Þér hefðuðu ekki átt að fara hingað inn.“ Hún ýtti'frá sér vagninum og hvarf út úr herberginu mér til mikillar undrunar. Er ég hélt áfram, fannst mér sem ég hefði ekki lengur stjórn á sjálfri mér. Hendur mínar hreyfðust vél- rænt, eins og einhver annar en ég stjórnaði reglubundnum hreyfing- um þeirra. Ég leit á úrið mitt og sá, að klukkan var hálffimm. Dyrnar opnuðust aftur og hjúkr- unarkonan kom inn. Hún hélt á hvítri lilju, setti hana á vagninn og tautaði fyrir munni sér: „Veslings stúlkan, hún getur ekki afborið þetta. Það er bezt að ég leyfi henni að vera í friði nokkra stund.“ — Og síðan fór hún út aftur. Andlit barnsins bar merki um súr- efnisskort. Kinnarnar voru fölar og teknar í stað þess að vera rjóðar og feitar. Þunnar aðskildar varirnar voru þurrar og bláleitar af áreynsl- unni við að ná andanum. Augun voru sokkin og hálflokuð. Ég opn- aði annað augað með fingrinum. Það var alveg líflaust. Ég andvarpaði úrkula vonar, en þegar í stað kom einbeitnin yfir mig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.