Úrval - 01.11.1971, Page 73
KRAFTAVERKIÐ Á SJÚKRASTOFUNNI
71
Nú samræmdi ég hreyfingar
handanna hinum æ sterkari andar-
drætti og gleymdi jafnframt þreyt-
unni og verkjunum í líkama mín-
um. Andlit barnsins hafði nú breytt
svolítið um litarhátt, blái liturinn
hafði þokað fyrir öðrum ljósari,
næstum hvíturn lit. Augun kipruð-
ust saman, eins og beint væri að
þeim sterku Ijósi, en kyrrðust svo
aftur. Augnalokin titruðu andartak,
augun hálfopnuðusk en lokuðust
siðan aftur.
Djúpir skuggar umluktu þessi
augu. Þau báru merki um langa og
harða baráttu við dauðann, en sú
barátta hafði unnizt! Það kom
hreyfing á andlitið, og barnið gaf
frá sér örlítið veikburða kjökur, dá-
samlegasta hljóð, sem ég hef nokk-
urn tíma heyrt.
„Guð minn góður,“ sagði ég upp-
hátt, „þetta er dásamlegt."
Ég setti vísifingur minn í lófann
á barninu og horfði á, hvernig fing-
urnir reyndu að kreppast um hann.
Barnið andaði nú hjálparlaust, en
ég varð þó að þrýsta á brjóst þess
við og við til að létta undir. Augun
opnuðust til hálfs, og ég ta^aði til
barnsins í hálfum hljóðum:
„Þetta hefur verið ósköp erfið
barátta fyrir þig, veslings lit'a barn.
en guð má vita, að ég er stolt af þér.
Kannski mun ég einhvern tíma
skilja, hvað hefur gerzt síðastliðna
klukkutíma, en þú munt aldrei fá
að vita um það.“
Ég laut vfir barnið og kyssti enni
þess. Litlir fingurnir, sem kreppt-
ust um vísifingur minn, virtust gefa
mér orðlaust svar. Sólin skein glað-
lega inn í herbergið og á líkvagn-
inn, sem stóð á miðju gólfinu.
„Við þurfum þig nú ekki lengur
hér,“ sagði ég sigri hrósandi og reis
á fætur og ýtti honum út á ganginn.
Fæturnir voru stífir af þreytu, enda
hafði ég ekki staðið upp í margar
klukkustundir.
Þá tók ég eftir liljunni, sem
hjúkrunarkonan hafði komið með
til að setja í hendur látins barns.
„Það er engin hætta á að þetta deyi
svona fljótt heldur,“ hugsaði ég og
braut framan af þurrum stilknum
og setti blómið í meðalaglas við
vögguna.
Barnið svaf nú léttum svefni, and-
ardrátturinn var stuttur, en reglu-
legur. Dyrnar opnuðust.
„Ungfrú Hart, mér finnst satt að
segja, að þér ættuð að reyna að
horfast í augu við þá staðreynd ...“
„En sjáið!“ hrópaði ég og skeytti
því engu, sem hún var að segja.
„Guð minn góður,“ sagði hún.
„Hún andar! Ég get ekki trúað mín-
um eigin augum!“
Það tók yfirhjúkrunarkonuna
nokkra stund að jafna sig, en hún
vildi sem minnst um málið tala og
gaf mér undarlegt augnaráð öðru
hverju. Síðan tók hún við af mér.og
sagði mér að fara og fá mér kaffi-
sopa í eldhúsinu.
Það, sem gerðist á næstu klukku-
stund, man ég aðeins ógreinilega. í
aðalsjúkrastofu deildarinnar hjálp-
aði ég einni stúlkunni að búa um
tuttugu til þrjátíu rúm og vöggur.
Þegar yfirvökukonan kom inn í
sjúkrastofuna á morgungöngu sinni
klukkan sjö, gaf hún mér undarlegt
auga og sagði: „Þér megið fara