Úrval - 01.11.1971, Síða 73

Úrval - 01.11.1971, Síða 73
KRAFTAVERKIÐ Á SJÚKRASTOFUNNI 71 Nú samræmdi ég hreyfingar handanna hinum æ sterkari andar- drætti og gleymdi jafnframt þreyt- unni og verkjunum í líkama mín- um. Andlit barnsins hafði nú breytt svolítið um litarhátt, blái liturinn hafði þokað fyrir öðrum ljósari, næstum hvíturn lit. Augun kipruð- ust saman, eins og beint væri að þeim sterku Ijósi, en kyrrðust svo aftur. Augnalokin titruðu andartak, augun hálfopnuðusk en lokuðust siðan aftur. Djúpir skuggar umluktu þessi augu. Þau báru merki um langa og harða baráttu við dauðann, en sú barátta hafði unnizt! Það kom hreyfing á andlitið, og barnið gaf frá sér örlítið veikburða kjökur, dá- samlegasta hljóð, sem ég hef nokk- urn tíma heyrt. „Guð minn góður,“ sagði ég upp- hátt, „þetta er dásamlegt." Ég setti vísifingur minn í lófann á barninu og horfði á, hvernig fing- urnir reyndu að kreppast um hann. Barnið andaði nú hjálparlaust, en ég varð þó að þrýsta á brjóst þess við og við til að létta undir. Augun opnuðust til hálfs, og ég ta^aði til barnsins í hálfum hljóðum: „Þetta hefur verið ósköp erfið barátta fyrir þig, veslings lit'a barn. en guð má vita, að ég er stolt af þér. Kannski mun ég einhvern tíma skilja, hvað hefur gerzt síðastliðna klukkutíma, en þú munt aldrei fá að vita um það.“ Ég laut vfir barnið og kyssti enni þess. Litlir fingurnir, sem kreppt- ust um vísifingur minn, virtust gefa mér orðlaust svar. Sólin skein glað- lega inn í herbergið og á líkvagn- inn, sem stóð á miðju gólfinu. „Við þurfum þig nú ekki lengur hér,“ sagði ég sigri hrósandi og reis á fætur og ýtti honum út á ganginn. Fæturnir voru stífir af þreytu, enda hafði ég ekki staðið upp í margar klukkustundir. Þá tók ég eftir liljunni, sem hjúkrunarkonan hafði komið með til að setja í hendur látins barns. „Það er engin hætta á að þetta deyi svona fljótt heldur,“ hugsaði ég og braut framan af þurrum stilknum og setti blómið í meðalaglas við vögguna. Barnið svaf nú léttum svefni, and- ardrátturinn var stuttur, en reglu- legur. Dyrnar opnuðust. „Ungfrú Hart, mér finnst satt að segja, að þér ættuð að reyna að horfast í augu við þá staðreynd ...“ „En sjáið!“ hrópaði ég og skeytti því engu, sem hún var að segja. „Guð minn góður,“ sagði hún. „Hún andar! Ég get ekki trúað mín- um eigin augum!“ Það tók yfirhjúkrunarkonuna nokkra stund að jafna sig, en hún vildi sem minnst um málið tala og gaf mér undarlegt augnaráð öðru hverju. Síðan tók hún við af mér.og sagði mér að fara og fá mér kaffi- sopa í eldhúsinu. Það, sem gerðist á næstu klukku- stund, man ég aðeins ógreinilega. í aðalsjúkrastofu deildarinnar hjálp- aði ég einni stúlkunni að búa um tuttugu til þrjátíu rúm og vöggur. Þegar yfirvökukonan kom inn í sjúkrastofuna á morgungöngu sinni klukkan sjö, gaf hún mér undarlegt auga og sagði: „Þér megið fara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.