Úrval - 01.11.1971, Side 76
74
ÚRVAL
ins. Hún vissi jafnvel ekki, að hún
elskaði hann, þótt hún væri lögð af
stað í ferðina á fund hans. Hún
dvaldi í Jerúsalem, höfuðborg ríkis
hans í langan tíma og virti hann
fyrir sér að störfum. Þá tók hún að
gera sér grein fyrir hinni raunveru-
legu ástæðu fararinnar. En samt
viðurkenndi hún það ekki fyrir öðr-
um — ef til vill ekki heldur sjálfri
sér.
Gömul eþíópisk saga fjallar um
það, hvernig augu hennar opnuðust
fyrir ást hennar á konunginum, en
drottningin frá Saba er áiitin hafa
grundvallað konungsríkið, eða keis-
aradæmið, Eþíópíu (Abyssiníu), og
hinir innbornu stjórnendur þess
halda því fram enn þann dag í dag,
að þeir séu komnir af drottningunni
frá Saba.
Drottningin frá Saba, sem í biblí-
unni er kölluð Drottning Suðursins
sat í hásæti sínu og hlustaði á sög-
urnar, er Tamrin kaupmaður hafði
að segja. Samkvæmt lýsingu Kebra
Nagast, hinni eþíópisku ,,Bók um
Dásemdir Konunganna", var andlit
hennar fagurt og vöxtur hennar dá-
samlegur. Og hún átti til að bera
undursamlegan skilning, leiftrandi
gáfur. Hún hafði þegar ríkt í sex ár,
en hún var ekki gift.
Tamrin var mjög auðugur kaun-
maður. Hann átti miklar iestir úlf-
aida, og voru þeir 520 að tölu, einn-
ig átti hann 73 skip. Salómon kon-
ungur var þá að reisa musterið
mikla í Jerúsalem, og hann hafði
heyrt Tamrins getið. Sendi hann
honum því skilaboð og bað hann um
að færa sér allt það frá Arabíu, er
hann áliti geta komið að notum við
byggingu musterisins, „rauðagull og
svartan við, sem ormar fá eigi etið,
og einnig safíra“. Tamrin hafði
haldið til Jerúsalem með úlfalda-
lest sína, og hann hafði fylgzt með
störfum Salómons langtímum sam-
an, meðan hann dvaldi þar. Hann
hafði orðið djúpt snortinn af speki
hans. Einnig hafði það haft djúp
áhrif á hann, að konungurinn leit
persónulega eftir öllu því, er varð-
aði byggingu musterisins, og sagði
öllum verkamönnunum fyrir verk-
um. Einnig höfðu hin geysilegu auð-
æfi konungs haft mikil áhrif á
kaupmanninn, og dýrð hallar hans,
en hún var öll gulli prýdd og dýr-
um steinum og lögð dýrmætum við-
artegundum.
Kaupmaðurinn var aðalbirgða-
meistari drottningarinnar frá Saba,
og hann sagði henni frá öllu, er
hann hafði séð í heimsókn sinni til
Jerúsalem.
í bókinni Kebra Nagast stendur
þetta: „Á hverjum morgni lýsti
Tamrin vizku Salómons fyrir
drottningunni. Hann skýrði frá
dæmum um hina miklu réttlætis-
kennd hans. Hann lýsti því fyrir
henni, hvernig hann mælti fyrir um
veizluhöld, lýsti síðan veizlum hans.
Hann lýsti því fyrir henni, hvernig
hann leitaðist við að miðla öðrum
af vizku sinni, hvernig hann stjórn-
aði þjónustufólki sínu og öllum sín-
um málum á hinn viturlegasta hátt.
Hann lýsti því fyrir henni, hversu
ljúflega þjónustufólkið yrði við öil-
um hans fyrirmælum, sagði henni,
að enginn sviki annan, enginn söls-
aði undir sig eigur nágranna síns.
Hann sagði henni, að í ríki hans