Úrval - 01.11.1971, Síða 76

Úrval - 01.11.1971, Síða 76
74 ÚRVAL ins. Hún vissi jafnvel ekki, að hún elskaði hann, þótt hún væri lögð af stað í ferðina á fund hans. Hún dvaldi í Jerúsalem, höfuðborg ríkis hans í langan tíma og virti hann fyrir sér að störfum. Þá tók hún að gera sér grein fyrir hinni raunveru- legu ástæðu fararinnar. En samt viðurkenndi hún það ekki fyrir öðr- um — ef til vill ekki heldur sjálfri sér. Gömul eþíópisk saga fjallar um það, hvernig augu hennar opnuðust fyrir ást hennar á konunginum, en drottningin frá Saba er áiitin hafa grundvallað konungsríkið, eða keis- aradæmið, Eþíópíu (Abyssiníu), og hinir innbornu stjórnendur þess halda því fram enn þann dag í dag, að þeir séu komnir af drottningunni frá Saba. Drottningin frá Saba, sem í biblí- unni er kölluð Drottning Suðursins sat í hásæti sínu og hlustaði á sög- urnar, er Tamrin kaupmaður hafði að segja. Samkvæmt lýsingu Kebra Nagast, hinni eþíópisku ,,Bók um Dásemdir Konunganna", var andlit hennar fagurt og vöxtur hennar dá- samlegur. Og hún átti til að bera undursamlegan skilning, leiftrandi gáfur. Hún hafði þegar ríkt í sex ár, en hún var ekki gift. Tamrin var mjög auðugur kaun- maður. Hann átti miklar iestir úlf- aida, og voru þeir 520 að tölu, einn- ig átti hann 73 skip. Salómon kon- ungur var þá að reisa musterið mikla í Jerúsalem, og hann hafði heyrt Tamrins getið. Sendi hann honum því skilaboð og bað hann um að færa sér allt það frá Arabíu, er hann áliti geta komið að notum við byggingu musterisins, „rauðagull og svartan við, sem ormar fá eigi etið, og einnig safíra“. Tamrin hafði haldið til Jerúsalem með úlfalda- lest sína, og hann hafði fylgzt með störfum Salómons langtímum sam- an, meðan hann dvaldi þar. Hann hafði orðið djúpt snortinn af speki hans. Einnig hafði það haft djúp áhrif á hann, að konungurinn leit persónulega eftir öllu því, er varð- aði byggingu musterisins, og sagði öllum verkamönnunum fyrir verk- um. Einnig höfðu hin geysilegu auð- æfi konungs haft mikil áhrif á kaupmanninn, og dýrð hallar hans, en hún var öll gulli prýdd og dýr- um steinum og lögð dýrmætum við- artegundum. Kaupmaðurinn var aðalbirgða- meistari drottningarinnar frá Saba, og hann sagði henni frá öllu, er hann hafði séð í heimsókn sinni til Jerúsalem. í bókinni Kebra Nagast stendur þetta: „Á hverjum morgni lýsti Tamrin vizku Salómons fyrir drottningunni. Hann skýrði frá dæmum um hina miklu réttlætis- kennd hans. Hann lýsti því fyrir henni, hvernig hann mælti fyrir um veizluhöld, lýsti síðan veizlum hans. Hann lýsti því fyrir henni, hvernig hann leitaðist við að miðla öðrum af vizku sinni, hvernig hann stjórn- aði þjónustufólki sínu og öllum sín- um málum á hinn viturlegasta hátt. Hann lýsti því fyrir henni, hversu ljúflega þjónustufólkið yrði við öil- um hans fyrirmælum, sagði henni, að enginn sviki annan, enginn söls- aði undir sig eigur nágranna síns. Hann sagði henni, að í ríki hans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.