Úrval - 01.11.1971, Síða 81

Úrval - 01.11.1971, Síða 81
SALÓMON KONUNGUR... taka þig með valdi, en þú verður einnig að sverja mér, að þú munir ekki taka neitt það með valdi, sem í mínu húsi er.“ Þetta var furðuleg bón! Hún hló feimnislega. „Þú ert vitur maður,“ sagði hún. „Hví spyrð þú þá sem fávís maður? Álítur þú, að ég muni stela ein- hverju eða taka eitthvað það á brott með mér úr íbúð konungsins, sem konungurinn hefur eigi gefið mér? Þú mátt ekki halda, að ég sé hing- að komin vegna ástar á auðæfum. Þar að auki er ríki mitt eins auðugt og þitt, og ég hef allt, sem ég óska mér. Ég fullvissa þig um, að ég er eingöngu hingað komin í leit að vizku þinni.“ Og Salómon svaraði þessu á þann hátt, að það var sem hann vildi halda þessu gamni áfram: „Viljið þú láta mig sverja, verð- ur þú einnig að sverja frammi fyrir mér. Annars væri ekki réttlátt. Og viljir þú ekki láta mig sverja, mun ég ekki láta þig sverja.“ Þá sagði Balkis: „Sverðu mér, að þú munir ekki taka mig með valdi, og ég mun sverja, að ,ég muni eigi taka neitt af þínum eigum með valdi.“ Og þau sóru bæði. Búið var um hvílu konungs öðr- um megin í svefnherbergi hans og um hvílu drottningar hinum megin. Það var bjart í herberginu. Salómon gat fylgzt með því, á meðan hirð- meyjar hennar bjuggu hana til hvílu en á meðan gerðu hirðmenn hans hið sama við hann. Á meðan undir- bjó hann næsta skref. Hann sagði ungum þjóni að setja drykkjarvatn 79 á borð við hvíluna og gæta þess, að drottning sæi er það væri látið þar. Að því búnu fóru þjónarnir. Drottningin frá Saba sofnaði taf- arlaust, en hvíld hennar var eigi löng. Hún hafði etið of mikið og drukkið af hinum kryddaða mat og drykk, en svo hafði Salómon gert ráð fyrir, að fara myndi, og því vaknaði hún eftir dálitla stund„ kvalin þorsta. Hún reyndi að sofna aftur. Hún reyndi að væta varir sínar með tungu sinni, en munnur hennar var sem skrælnaður. Hún var dauð- þyrst. Hún mátti til með að fá sér eitthvað að drekka. Nú var hún glaðvöknuð, og hún hugsaði til drykkjarvatnsins, er hún hafði séð þjóninn setja á borðið við hvílu Salómons. Hún reis upp úr rúmi sínu og læddist á tánum yfir að hvílu hans. Hún fylgdist ná- kvæmlega með svip hans. Hann and- aði djúpt og reglulega og hreyfðist ekki. Hún tók ofur varlega um glasið og lyfti því að vörum sér. Konungurinn tók viðbragð og greip um hönd henni. Hann hafði eigi sofið. „Nú hefurðu rofið eiðinn, sem þú sórst mér, er þú sagðist aldrei myndu taka neitt með valdi í húsi mínu,“ sagði hann. Balkis sá, að hún var í mikilli kl,ípu, og þar eð hún elskaði hann, kann það að vera, að hún hafi glaðzt vegna þess fremur en hryggzt. En henni fannst samt, að hún yrði að malda í móinn, og því sagði hún: „Hef ég rofið eiðinn með því að drekka vatnið?“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.