Úrval - 01.11.1971, Síða 86
84
ÚRVAL
komandi, sem býður það velkomið
og kennir því að þekkja sjálft sig.
Með þessu öllu er ég ekki að segja
að það sé ófrávíkjanlega sök for-
eldranna að barn finnur hjá sér
kynvillutilhneigingar. Félagsskap -
urinn, leikfélagarnir, geta einnig
verið merk atriði í þeirri þróun.
Börn hrífast, eða verða fyrir áhrif-
um af sérhverjum sem er „öðru-
vísi“, og drengur, sem virkar kven-
legur, á oft við að stríða aðhlátur
og stríðni, þannig að hann dregur
sig inn í eigin skel. Það er engin
tilviljun, að langflestir kynvilltra
karlmanna sem ég hef haft til með-
ferðar, hafa verið ,,einrænir“ í æsku.
Kynþroskaárin eru hættulegasti
tíminn. Kynvillureynsla eða upplif-
un er þá mjög algeng, að minnsta
kosti í hópi drengja, og þeir, sem
alizt hafa upp í umhverfi, sem hvet-
ur til kynvillu geta á þessum aldri
orðið kynvilltir fyrir lífstíð. Ung-
lingur sem finnur sig öruggan og
„eðlilegan" sem kynferðisveru, get-
ur sem bezt átt í kynvillingssam-
bandi, án þess að það hafi nein veru-
leg áhrif á hann þegar fram í sækir.
En foreldrar eiga að hafa augun
opin og vita, hverja hálfvaxin börn
þeirra umgangast, og vakta sérstak-
lega öll kynvillingssambönd. Gerald
var til dæmis mjög svo eðlilegur
drengur, en hann hafði hins vegar
ekkert samband við sína köldu, yf-
irborðslegu foreldra. Þetta tilfinn-
ingalega tómarúm fyllti svo kyn-
villtur kennari drengsins, þegar
hann var 14 ára. Kennarinn for-
færði hann á þeim tíma sem hann
var að verða kynþroska, en vissi
ekki enn, hvað hann ætti að gera
við þær kenndir eða tilfinningar
sem voru að vakna með honum.
Þegar hann var 17 ára, fékk hann
annan kynvilltan „verndara“, og þá
skildu foreldrar hans fyrst, hvað
átti sér stað, þegar Gerald tók föt
sín og hvarf að heiman. Þegar hann
var 22 ára kom hann til mín. Ein-
samall og áhyggjuþjakaður flæk-
ingur, sem randaði milli eins kyn-
villts vinar til annars. Hefðu for-
eldrar hans tekið eftir fyrstu um-
merkjunum og hefðu þá leitað eftir
aðstoð sérfræðings, hefði verið hægt
að bjarga Gerald frá mikilli kvöl.
Hvað snertir þau tilfelli sem eru
á mörkunum —■ unglinganna sem
lenda í freistingum kynvillingssam-
banda á kynþroskaaldrinum — þeim
er næstum alltaf hægt að hjálpa.
Hér koma tvö dæmi úr starfi mínu:
Ted er 18 ára og laðast mjög að
kynvillings klámi, en hann hefur
aldrei staðið í kynferðislegu sam-
bandi við kynvilling og aðeins sú
tilhugsun fyllir hann viðbjóði. Al-
an lenti 15 ára í flokki drengja, sem
stundum iðkuðu kynmök hver með
öðrum, og núna á hann sér þá ósk
heitasta að losna úr þeim flokki.
Þessir tveir — og það sama á við
hundruð annarra „tvíkynja" ung-
linga, eru ekki í hættu, því að
reyndir sérfræðingar geta yfirleitt
leitt þá á braut eðlilegt kynlífs.
En hvað eiga foreldrar þeirra að
gera, þegar þau komast að raun um
að barn þeirra er kynvillt?
Stökkva upp á nef sér? Fá tauga-
veiklunarkast? Reiði eða röng í-
myndun leiðir ekki til neins. Það
verður að reyna að komast í raun-
verulegt samband við unglinginn.