Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 89
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU
87
íícv!r/í0!<íí(' íðustu tvö árin hafa þau
*
*
*
*
.*
*****
jafnframt
Earl Selby ritstjóri og
Miriam kona hans
ferðast þvert og endi-
langt um hina svörtu
Ameríku og hlustað
stöðugt eftir röddum
þessa stærsta minnihlutahóps
Bandaríkjanna. í þessari Ódysseifs-
ferð sinni, sem varð samtals 46.500
mílur, heimsóttu þau öll meiri hátt-
ar negrahverfin og ræddu við svarta
borgara úr öllum mögulegum þjóð-
félagsstéttum. í frásögn þeirra má
heyra raddir hinnar Svörtu Amer-
íku segja umbúðalaust það, sem inni
fyrir býr. Það má heyra þær tala
slíkum ákafa og mælsku, að fáir
hvítir Bandaríkjamenn hafa nokk-
urn tíma heyrt nokkuð þessu líkt.
James Allen er forstöðumaður
Endurhœfingarmiðstöðvar eitur-
lyffaneytenda í negrahverfinu Har-
lem í New Yorkborg.
Árum saman notaði ég eiturlyf
og líf mitt var ein hringiða inni í
hinum þrem vítahringum eiturlyfja-
neytandans: að útvega peninga, að
útvega eiturlyf, að nota eitrið! Svo
uppgötvaði ég ástæðuna fyrir þess-
um lesti mínum. Ég var að flýja þá
staðreynd, að ég var svartur. Ég
hafði ákveðið, að ég vildi heldur
vera eiturlyfjaróni en negri.
Ég greip til allra þeirra afsakana,
sem til eru. Ég sagði við sjálfan mig:
Ég er öðru vísi en aðrir. Ég er ekki
háður eiturlyfjunum í raun og veru.
Ég hætti einhvern tíma. Og tíu ár-
um síðar vaknaði ég svo til hins
miskunnarlausa veruleika í ríkis-
sjúkrahúsi því fyrir eiturlyfjasjúk-
linga, sem er í Lexington í Ken-
tuckyfylki.
Flestir svertingjar eyða mestum
hluta orku sinnar í að reyna að
hugsa, hegða sér og tala eins og
hvítt fólk. Þeir trúa því, að þegar
þeim hafi tekizt slíkt, verði þeir
viðurkenndir óg að þá geti þeir gert
allt hitt, sem er svo þýðingarmikið
hér í lífi. Ég líkti eftir siðum og
háttum hvíta fólksins. Og svo varð
ég vonsvikinn, þegar ég fékk samt
ekki þau störf, sem ég hafði mennt-
un og þjálfun til. Ég er fjári snjall
þjónn. Hvers vegna gat ég ekki
fengið starf sem þjónn eða bryti á
góðu veitingahúsi eða gistihúsi?
Ég tók að neyta eiturlyfja til þess
að flýja þessar staðreyndir. Getið
þið ímyndað ykkur, hversu von-
svikinn ég varð svo, þegar ég vakn-
aði í fyrsta skipti upp við vondan
draum í ríkissjúkrahúsinu í Lexing-
ton og gerði mér grein fyrir því, að
ég var enn svartur? Fjandinn hafi
það! Ég hafði lært réttan, viður-