Úrval - 01.11.1971, Page 91
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU
89
tólf ára aldri. Amma mín átti níu
börn, og ég varð það tíunda. Ég
kallaði hana mömmu.
Þegar ég var lítill drengur, varð
Dean Pickens á vegi mínum, en
hann er einn þýðingarmesti maður-
inn í Þjóðarsamtökum til eflingar
framfara þeldökks fólks (NAACP).
Henry O. Tanner, þekktur málari,
sem Louvresafnið í París hefur
keypt myndir af, kom stundum
heim til okkar í kvöldmat. W. B.
DuBois kom líka. Ég þekkti ekki
neitt hvítt fólk, sem var eins þekkt
og þessir menn, og því var ég aldrei
haldinn þeirri kennd, að við negr-
arnir stæðum hinum hvítu nokkuð
að baki sem þjóðflokkur.
Ég varð fyrir fyrsta áfallinu á
þessu sviði, þegar ég lenti í rifrildi
við hvítan dreng, Pasquale að nafni,
sem átti heima hinum megin við
götuna. Hann kallaði mig „svartan
niggara“. Jæja, ég var ósköp niður-
dreginn, þegar ég kom heim, og
sagði við ömmu, að mig langaði
ekki í neinn kvöldmat. Þá spurði
hún: „Hvað er að?“ og eftir svolítið
hik sagði ég, að Pasquale hefði kall-
að mig niggara.
Hún dró mig að sér og sagði: ,,Ó,
Bayard! Veiztu, hvað- Pasquale er
að gera núna? Nú er hann heima
að borða kvöldmatinn. Og svo fer
hann í rúmið án þess að gera sér
grein fyrir því, að hann hefur ver-
ið miskunnarlaus. Hvers vegna
skýrirðu það ekki fyrir honum á
morgun, hvað hann hefur í raun og
veru gert? En sértu ekki fær um
það, láttu hann þá ekki gera þér
lífið leitt vegna þess, að hann kom
illa fram við þig. Farðu ekki mat-
arlaus í rúmið. Það er heimsku-
1. Eftir hvern er ljóða-
bókin „Regn í maí“?
2. Hver var forsætis-
ráðherra íslands ár-
ið 1954?
3. Hvar er Einar Bene-
diktsson skáld fædd-
ur?
4. Hvenær var þjóð-
söngur íslands fyrst
fluttur og hvar?
5. Hvað hét Churchill
fullu nafni?
6. Hvað hét síðasta bók
9
□
VEIZTU
Davíðs Stefánsson-
ar frá Fagraskógi?
7. Hvað heitir forsæt-
isráðherra Ródesíu?
8. Hvenær er þjóðhá-
tíðardagur Dan-
merkur?
9. Hver er fram-
kvæmdastjóri
Vinnuveitendasam-
bands íslands?
10. Hver var fyrsti
landssímastjóri á
íslandi?
Svör á bls. 93.