Úrval - 01.11.1971, Side 96

Úrval - 01.11.1971, Side 96
94 ÚRVAL Norður-Carolínufylki. Hann var reiðubúinn til þess að hefja hina „Svörtu byltingu“. Hann var stolt- ur af því að vera svartur. Hann hafði fyrirlitningu á hvítu fólki og sýndi eldri svertingjum nokkra lít- ilsvirðingu. Dag nokkurn mœtti hann einum af þessum eldri svertingjum. Það var maður að nafni Edgar Daniel Nixon, sem hann hafði þekkt alla sína œvi. „Hvernig gengur þér í skólanum?“ spurði Nixon. „Sœmi- lega.“ svaraði ungi maðurinn, „en ekki eins vel og mér mundi ganga, ef ég hefði eingöngu svarta kenn- ara. „Nixon minnti hann þá á, að „lögin hefðu bundið endi á, að nem- endur skyldu eingöngu hafa svarta kennara, alveg eins og þau hefðu bundið enda á, að þeir skyldu ein- göngu hafa hvíta kennara.“ „Ég læt mig lögin engu máli skipta,“ svaraði ungi maðurinn. „Ég set mér mín eigin lög.“ Nixon svar- aði þá: „Auðvitað gerirðu það ... og fangelsin eru full af fólki eins og þér. Þú ekur bílnum hennar mömmu þinnar núna, og ég er viss um, að þú hefur ekki ökuskírteini.“ Ungi maðurinn sagði, að þetta vœri rétt. „Það er rangt að gera slíkt,“ sagði Nixon. „Ég bjóst við þessu svari af þér,“ sagði ungi maðurinn, „vegna þess að þú ert aumasta und- irlœgja hvítu mannanna hér í bæ.“ „Hlustaðu nú á mig,“ sagði Nixon. „Ég œtla að segja þér svolítið. Hefði ég ekki barizt í 40 ár, allt fram til þessarar stundar, og rutt braut fyr- ir þig til þess að ganga eftir, þá vœrirðu nú fastur í aðskilnaðar- leðju alveg upp að haus!“ Nixon hafði verið þjónn og burð- armaður í járnbrautarlest. Svo hafði hann orðið formaður verkalýðsfé- lagsins síns árið 1930. Hann skipu- lagði velferðarráð Mongomeryborg- ar til þess að hjálpa fátæku fólki til þess að fá opinberan framfærslu- styrk. Hann kom á laggirnar fyrsta herskemmtiklúbbnum fyrir negra í Montgomery og var stjórnarformað- ur þar í bæ í félagi því, sem til- heyrði Þjóðarsamtökum til eflingar framfara þeldökks fólks (NAACP) í rúma tvo áratugi. Nú er hann kominn á áttræðisaldur, en hann er samt virkur í mannréttindabaráttu- hreyfingunni. í eftirfarandi frásögn lýsir hann því ásamt Rósu Parks, hvernig svartir farþegar hófu hið sögulega strœtisvagnaverkfall í Montgomery. Það gerðist rétt eftir 1940, að það hófust orðahnippingar milli blökku- konu og strætisvagnastjóra í stræt- isvagni einum hérna í Montgomery. Líklega væri réttar, að ég skýrði svolítið frá rekstri strætisvagnanna í Montgomery. Um 80% allra far- þega í vögnunum voru svertingjar. En strætisvagnastjórarnir höfðu vald til þess að skipa blökkufólki að færa sig til í vögnunum eftir því sem þeim þóknaðist, þ.e. víkja fyrir hvítu fólki. Þetta vald var þeim veitt af bæjarráðssamþykkt. Kæmi hvítur maður upp í strætisvagn og fengi sér sæti aftarlega í honum, mátti enginn negri sitja eða standa milli þessa aftasta hvíta farþega og strætisvagnast j órans. Þessi blökkukona lenti í orða- hnippingum við strætisvagnastjóra út af sæti í vagninum, og lögreglan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.