Úrval - 01.11.1971, Page 96
94
ÚRVAL
Norður-Carolínufylki. Hann var
reiðubúinn til þess að hefja hina
„Svörtu byltingu“. Hann var stolt-
ur af því að vera svartur. Hann
hafði fyrirlitningu á hvítu fólki og
sýndi eldri svertingjum nokkra lít-
ilsvirðingu.
Dag nokkurn mœtti hann einum
af þessum eldri svertingjum. Það
var maður að nafni Edgar Daniel
Nixon, sem hann hafði þekkt alla
sína œvi. „Hvernig gengur þér í
skólanum?“ spurði Nixon. „Sœmi-
lega.“ svaraði ungi maðurinn, „en
ekki eins vel og mér mundi ganga,
ef ég hefði eingöngu svarta kenn-
ara. „Nixon minnti hann þá á, að
„lögin hefðu bundið endi á, að nem-
endur skyldu eingöngu hafa svarta
kennara, alveg eins og þau hefðu
bundið enda á, að þeir skyldu ein-
göngu hafa hvíta kennara.“
„Ég læt mig lögin engu máli
skipta,“ svaraði ungi maðurinn. „Ég
set mér mín eigin lög.“ Nixon svar-
aði þá: „Auðvitað gerirðu það ... og
fangelsin eru full af fólki eins og
þér. Þú ekur bílnum hennar
mömmu þinnar núna, og ég er viss
um, að þú hefur ekki ökuskírteini.“
Ungi maðurinn sagði, að þetta vœri
rétt. „Það er rangt að gera slíkt,“
sagði Nixon. „Ég bjóst við þessu
svari af þér,“ sagði ungi maðurinn,
„vegna þess að þú ert aumasta und-
irlœgja hvítu mannanna hér í bæ.“
„Hlustaðu nú á mig,“ sagði Nixon.
„Ég œtla að segja þér svolítið. Hefði
ég ekki barizt í 40 ár, allt fram til
þessarar stundar, og rutt braut fyr-
ir þig til þess að ganga eftir, þá
vœrirðu nú fastur í aðskilnaðar-
leðju alveg upp að haus!“
Nixon hafði verið þjónn og burð-
armaður í járnbrautarlest. Svo hafði
hann orðið formaður verkalýðsfé-
lagsins síns árið 1930. Hann skipu-
lagði velferðarráð Mongomeryborg-
ar til þess að hjálpa fátæku fólki
til þess að fá opinberan framfærslu-
styrk. Hann kom á laggirnar fyrsta
herskemmtiklúbbnum fyrir negra í
Montgomery og var stjórnarformað-
ur þar í bæ í félagi því, sem til-
heyrði Þjóðarsamtökum til eflingar
framfara þeldökks fólks (NAACP)
í rúma tvo áratugi. Nú er hann
kominn á áttræðisaldur, en hann er
samt virkur í mannréttindabaráttu-
hreyfingunni. í eftirfarandi frásögn
lýsir hann því ásamt Rósu Parks,
hvernig svartir farþegar hófu hið
sögulega strœtisvagnaverkfall í
Montgomery.
Það gerðist rétt eftir 1940, að það
hófust orðahnippingar milli blökku-
konu og strætisvagnastjóra í stræt-
isvagni einum hérna í Montgomery.
Líklega væri réttar, að ég skýrði
svolítið frá rekstri strætisvagnanna
í Montgomery. Um 80% allra far-
þega í vögnunum voru svertingjar.
En strætisvagnastjórarnir höfðu
vald til þess að skipa blökkufólki
að færa sig til í vögnunum eftir því
sem þeim þóknaðist, þ.e. víkja fyrir
hvítu fólki. Þetta vald var þeim
veitt af bæjarráðssamþykkt. Kæmi
hvítur maður upp í strætisvagn og
fengi sér sæti aftarlega í honum,
mátti enginn negri sitja eða standa
milli þessa aftasta hvíta farþega og
strætisvagnast j órans.
Þessi blökkukona lenti í orða-
hnippingum við strætisvagnastjóra
út af sæti í vagninum, og lögreglan