Úrval - 01.11.1971, Page 100

Úrval - 01.11.1971, Page 100
98 ÚRVAL þennan dag. En þeir, sem voru bein- ir málsaðilar, áttu enn eftir að borga slíkt dýru verði. Verzlunin, sem frú Parks hafði unnið í, var lögð niður. Eiginmanni hennar var sagt upp starfi. Nú myndaðist ólga og þvingað andrúmsloft í Montgomery, þegar hvíta fólkið tók að gera sér grein fyrir því, að blökkufólkið mundi aldrei framar sœtta sig við kynþáttaaðskilnað í strætisvögnun- um. Dr. King varð forseti Fram- farasamtaka Montgomery, sem voru stofnuð til þess að skipuleggja verk- fall svartra strœtisvagnafarþega. Sprengju var varpað á húsið hans. Tveim kvöldum síðar sprakk sprengja á garðflötinni fyrir fram- an hús E.D. Nixons. Nixon var þá ekki heima. Hann var járnbrautar- starfsmaður og var einmitt þá í áætlunarferð. E.D. Nixon: Þegar ég kom heim, rétti konan mín mér bréf. Og á umslaginu stóð nafn Háskóla Alabamafylkis. Inni í því var teikning af líkkistu, sem stóð við hliðina á fullgrafinni gröf, og neðst á örkinni gat að líta þessa setningu: „Niggari, ef þú verður ekki búinn að snauta burt úr bæn- um klukkan 8 í kvöld, lendirðu í svona kistu.“ Ég á erfitt með að skýra frá því, hvernig mér varð innan brjósts. Ég hringdi í Dómsmálaráðuneytið. Síð- an keypti ég fleiri kúlur í allar þær byssur, sem ég átti, Winchester tví- hleypu með 0.30-0,30 hlaupvídd, byssu með 0.410 hlaupvídd, riffil með 0,22 hlaupv'ídd, sérstaka skammbyssu með 0,32 hlauvídd og Coltbyssu með 0,38 hlaupvídd. Ég dró frá gluggatjöldin á neðri hæðinni. Ég lagði allar byssurnar í kringum mig á gólfið, siökkti ljós- in og settist svo bara niður til þess að bíða. Loks kom maður einn gang- andi niður eftir götunni. Hann skimaði í allar áttir. Svo sneri hann við og gekk tilbaka niður eftir göt- unni og staðnæmdist svo fyrir utan hurðina á húsinu mínu. Á sama augnabliki hrinti ég hurðinni upp, miðaði Winchesterbyssunni á hann og sagðist ætla að drepa hann sam- stundis, ef hann segði ekki til nafs og það strax. Hann sagði vera frá Dómsmálaráðuneytinu, og um leið stakk hann hendinni í vasann. Ég svaraði. „Dragðu höndina hægt upp úr vasanum, því að ég skýt þig beint í hausinn, ef ég sé glampa á eitthvað í hendi þinni.“ Svo dró hann upp nafnskírteinið sitt. Síðan kom hann inn fyrir til þess að hringja í lögregluna og segja henni að senda mér nokkra lífverði. Farþegaverkfallið hélt áfram og stóð í rúmt ár. Blökkufólkið hélt áfram að ganga til vinnu eða sníkti far hjá hinum og þessum. Einnig voru fólksflutningar skipulagðir þannig, að þeir, sem ráð höfðu á bílum, fylltu bílana af fólki, sem komast þurfti til vinnu sinnar. Það var gripið til alls kyns ráða ann- arra en þeirra að ferðast með stræt- isvögnunum. Og það fór svo að lok- um, að það var ekki aðeins mál frú Parks, sem dómstólarnir þurftu að taka afstöðu til. E.D. Nixon: Við fengum sjö farþega til þess að kvarta yfir því, að þeir væru beittir kynþáttalegu misrétti í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.