Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
þennan dag. En þeir, sem voru bein-
ir málsaðilar, áttu enn eftir að borga
slíkt dýru verði. Verzlunin, sem
frú Parks hafði unnið í, var lögð
niður. Eiginmanni hennar var sagt
upp starfi. Nú myndaðist ólga og
þvingað andrúmsloft í Montgomery,
þegar hvíta fólkið tók að gera sér
grein fyrir því, að blökkufólkið
mundi aldrei framar sœtta sig við
kynþáttaaðskilnað í strætisvögnun-
um. Dr. King varð forseti Fram-
farasamtaka Montgomery, sem voru
stofnuð til þess að skipuleggja verk-
fall svartra strœtisvagnafarþega.
Sprengju var varpað á húsið hans.
Tveim kvöldum síðar sprakk
sprengja á garðflötinni fyrir fram-
an hús E.D. Nixons. Nixon var þá
ekki heima. Hann var járnbrautar-
starfsmaður og var einmitt þá í
áætlunarferð.
E.D. Nixon:
Þegar ég kom heim, rétti konan
mín mér bréf. Og á umslaginu stóð
nafn Háskóla Alabamafylkis. Inni í
því var teikning af líkkistu, sem
stóð við hliðina á fullgrafinni gröf,
og neðst á örkinni gat að líta þessa
setningu: „Niggari, ef þú verður
ekki búinn að snauta burt úr bæn-
um klukkan 8 í kvöld, lendirðu í
svona kistu.“
Ég á erfitt með að skýra frá því,
hvernig mér varð innan brjósts. Ég
hringdi í Dómsmálaráðuneytið. Síð-
an keypti ég fleiri kúlur í allar þær
byssur, sem ég átti, Winchester tví-
hleypu með 0.30-0,30 hlaupvídd,
byssu með 0.410 hlaupvídd, riffil
með 0,22 hlaupv'ídd, sérstaka
skammbyssu með 0,32 hlauvídd og
Coltbyssu með 0,38 hlaupvídd.
Ég dró frá gluggatjöldin á neðri
hæðinni. Ég lagði allar byssurnar
í kringum mig á gólfið, siökkti ljós-
in og settist svo bara niður til þess
að bíða. Loks kom maður einn gang-
andi niður eftir götunni. Hann
skimaði í allar áttir. Svo sneri hann
við og gekk tilbaka niður eftir göt-
unni og staðnæmdist svo fyrir utan
hurðina á húsinu mínu. Á sama
augnabliki hrinti ég hurðinni upp,
miðaði Winchesterbyssunni á hann
og sagðist ætla að drepa hann sam-
stundis, ef hann segði ekki til nafs
og það strax. Hann sagði vera frá
Dómsmálaráðuneytinu, og um leið
stakk hann hendinni í vasann. Ég
svaraði. „Dragðu höndina hægt upp
úr vasanum, því að ég skýt þig
beint í hausinn, ef ég sé glampa á
eitthvað í hendi þinni.“ Svo dró
hann upp nafnskírteinið sitt. Síðan
kom hann inn fyrir til þess að
hringja í lögregluna og segja henni
að senda mér nokkra lífverði.
Farþegaverkfallið hélt áfram og
stóð í rúmt ár. Blökkufólkið hélt
áfram að ganga til vinnu eða sníkti
far hjá hinum og þessum. Einnig
voru fólksflutningar skipulagðir
þannig, að þeir, sem ráð höfðu á
bílum, fylltu bílana af fólki, sem
komast þurfti til vinnu sinnar. Það
var gripið til alls kyns ráða ann-
arra en þeirra að ferðast með stræt-
isvögnunum. Og það fór svo að lok-
um, að það var ekki aðeins mál frú
Parks, sem dómstólarnir þurftu að
taka afstöðu til.
E.D. Nixon:
Við fengum sjö farþega til þess
að kvarta yfir því, að þeir væru
beittir kynþáttalegu misrétti í