Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 102

Úrval - 01.11.1971, Blaðsíða 102
100 ÚRVAL verkföll né frelsishreyfingarferðir. Ég var eins fáfróð og nokkur mann- eskja getur verið! Ég vissi bókstaf- lega ekki nokkurn skapaðan hlut! Eini raunveruleikinn á bernsku- slóðum mínum var sá, að maður fór af stað út á akrana klukkan fjögur að morgni og maður var svo þreytt- ur, þegar maður kom heim klukkan hálfátta eða átta á kvöldin, að mað- ur hafði ekki framtak í sér til þess að skrúfa frá útvarpstækinu, ef maður var þá svo heppinn að eiga nokkurt tækið. Við vissum því ekk- ert um mannréttindabaráttuna. En samt gerðist dálítið árið 1962, sem fékk mig til þess að byrja að hugsa málið. Þegar ég var ekki að vinna úti á ökrunum, vann ég á heimili hvíta plantekrueigandans. Ég horfði á sjónvarpið þeirra, með- an ég var að strauja. Og frúin lét það gott heita. Og þennan dag var ég einmitt að horfa á sjónvarpið og sá einhverja menn, fylkislögreglu- menn, held ég, taka mann á götunni og draga hann upp í lögreglubíl. Hann var að syngja: ,,Við munum sigra“ (We shall overcome). Og ég gleymi því aldrei. Ég stóð þarna bara grafkyrr við straubrettið. Ég var sem stirðnuð. Eitthvað, sem var að gerast þarna á skerminum, hafði svona óskaplega sterk áhrif á mig. Og mig langaði til þess að vita meira um þetta. En einmitt þá sagði frúin dóttur sinni að skrúfa fyrir tækið. Ég spurði hana, hvort hún vildi ekki skrúfa frá því aftur, því að mig langaði til þess að horfa á þetta. En þá sagði hún: „Æ, það er ekkert varið í þetta.“ En mér fannst sannarlega varið í þetta. Skömmu síðar byrjaöi jrú Hamer að sækja fundi á vegum mannrétt- indabaráttunnar. Og í ágúst árið 1962 jór hún til dómshúss hreppsins til þess að láta setja sig á kjörskrá. Skrásetjarinn kom með stóra, svarta bók, sem hafði að geyma stjórnarskrá Mississippifylkis. Hann opnaði hana og benti á 16. kafla, sem fjallaði um lagabálka sem í gildi voru. Hann sagði mér að rita þenn- an kafla upp eftir bókinni. Og það gerði ég. Og hann sagði, að ég ætti síðan að skýra frá því í stórum dráttum, um hvað kafli þessi fjall- aði. Auðvitað gat ég það ekki, vegna þess að ég bar ekki meira skynbragð á lagasetningar en asni á bóklestur! Að afloknu þessu lestrarprófi varð maður síðan að bíða í 30 daga, áður en maður gat grennslazt eftir því, hvort maður hefði staðizt próf- ið. Og á þeim biðtíma voru nöfn þeirra, sem vildu komast á kjör- skrá, birt í dagblöðum bæjarins. Og maður varð fyrir aðkasti af þessum sökum. Plantekrueigandinn var bálvond- ur, þegar ég kom heim um kvöldið. Hann sagði: „Það var hringt í mig þrisvar í dag og mér sagt, að þú hefðir reynt að komast á kjör- skrá. Fannie Lou, þú mátt velja. Annað hvort ferðu þangað aftur og dregur beiðni þína tilbaka eða þú ferð burt héðan.“ Ég vissi, að ég mundi aldrei draga beiðnina tilbaka, svo ég átti því ekki annarra kosta völ en að fara burt. Um kvöldið fór maðurinn minn með mig og litlu telpurnar okkar tvær inn í Ruleville til Tuck- erhjónanna, sem ætluðu að skjóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.