Úrval - 01.11.1971, Side 103

Úrval - 01.11.1971, Side 103
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU 101 skjólhúsi yfir okkur. Svo var það eitt kvöldið, að maðurinn minn sagði við mig, að hann héldi, að það væri öruggara að ég færi til systurdóttur minnar, sem heima átti í Tallahatchiehreppi. Hann hafði séð nokkra menn, sem höfðu verið að kaupa högl og kúlur. „Ég vissi, að þessir menn væru ekki að búa sig undir að fara á villikanínuveið- ar á þessum tíma árs,“ sagði hann. Og svo fór hann með mig til syst- urdóttur minnar. Og nokkrum dög- um síðar, þ. 10. september 1962, gerðist það svo, að skotið var 16 sinnum inn um gluggana á húsi Tuckerhjónanna að næturlagi. Þ. 4. desember fór ég svo aftur til dómshúss hreppsins. Og skrifstofu- maðurinn spurði mig: „Hvað viltu?“ Ég svaraði: „Ég er frú Hamer, og ég kom hingað þ. 31. ágúst. Þér vit- ið vel, hvað hefur gerzt. En þér get- ið ekki látið reka mig úr vinnunni, því að ég hef þegar verið rekin úr vinnunni. Og það er ekki hægt að neyða mig til þess að flytja, vegna þess að ég bý ekki í húsi hvíts fólks. Og ég ætla bara að láta yður vita, að ég ætla að koma hingað á 30 daga fresti, þangað til ég hef staðizt lestrarprófið. Sko, ef mér endist aldur til, ætla ég að láta setja mig á kjörskrá í Só'blóma- hreDpi í Mississippifylki.“ Og ég reyndi við prófið hjá honum enn á ný. í þetta skinti var prófið úr 49. kafla stiórnarskrár Mississinpifylkis, sem fiallaði um fulltrúadeild þjóðþingsins. Svo kom ég þangað aftur mánuði síðar og frétti þá .að ég hefði staðizt prófið. Og þá byrjuðu ofsóknirnar fyrst fyrir alvöru. Dag einn fékk ég reikning frá vatnsveitunni, þar sem við vorum krafin um gjald fyrir næstum 40.000 lítra vatnseyðslu. Og það var engin vatnsleiðsla inn í húsið! Já, þeir reyndu svo sem sitt af hverju. Stundum var hringt í mig og mér sagt, að þeir ætluðu að kasta mér í ána. Þið verðið að hafa mig afsakaða, en ég ætla mér alls ekki að endurtaka það orðbragð, sem þeir höfðu um mig. Stundum þegar ég fór í simann, spurði einhver karl- mannsrödd í áímanum: „Er það negratíkin?" Aha! Við ætlum að drepa þig, negratík!" Og enginn vildi veita mér vinnu við nokkur störf. Og maðurinn minn átti alveg eins erfitt með að fá vinnu. Þeir vissu, að ég fengi mat, ef ég fengi vinnu. En einhvern veginn lifðum við þetta af með naumindum. En við vorum oft hungruð. En það hefði engan getað grunað slíkt, því að ég gekk hnar- reist um. Ég var, sko, ekki niðurlút. Og það er til Guð, eins og stendur í 23. sálminum. Því að hann fæddi mig þarna í Ruleville í viðurvist óvina minna, þegar fólk óskaði þess eins að sjá mig svelta í hel. Frú Hamer var tekin föst í Win- ona í Mississippifylki í júní árið 1963. Ég hafði sótt kjörskráningafund í Charleston í Suður-Karólínufylki og var að fara heim til Ruleville i langferðabíl. Þegar við komum til Winona ,sat ég kyrr í vagninum á umferðarmiðstöðinni, meðan sumir farþegar fóru inn í þann hluta stöðvarinnar, sem ætlaður var hvítu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.