Úrval - 01.11.1971, Page 104
102
ÚRVAL
fólki, til þess að kaupa sér eitthvað
í svanginn og að komast á salerni.
Skyndilega kom frú Annell Ponder,
sem þá var eftirlitskona á vegum
Southern Christian Leadership Con-
ference, þjótandi út. Ég fór út úr
vagninum til þess að athuga, hvað
væri að.
Hún sagði: ,,Það er lögreglustjóri
inni, sem slær í öxlina á blökku-
fólkinu með kylfunni sinni og skip-
ar því að fara út.“
Ég svaraði: „Jæja, frú Ponder,
þetta er Mississippifylki.“ Og ég fór
aftur upp í vagninn. En þegar ég
var að setjast og leit um leið út um
gluggann, sá ég, að lögregluþjónn
var að ýta blökkufólki upp í lög-
reglubifreið. Ég steig því út úr
vagninum aftur, og um leið og ég
steig út, benti lögregluþjónn þessi
á mig og æpti: „Náið þessari
þarna!“ Þegar við komum svo til
fangelsins, vorum við kærð fyrir
óspektir á almannafæri og mótþróa
við handtöku. Ég gleymi aldrei þeim
hljóðum og ópum, sem bárust frá
skráningarherberginu. Ég heyrði, að
einhver skall á steingólfið. Svo
heyrði ég einhvern segja við frú
Ponder: „Geturðu ekki sagt já
herra, negratík?"
Hún svaraði: „Jú, ég get sagt „já
herra“.“
„Segðu það þá.“
„Ég þekki yður ekki nógu vel til
þess,“ svaraði hún.
Næst gengu þeir fram hjá mér
berandi 15 ára blökkustúlku á milli
sín. Þeir voru að fara með hana inn
í fangaklefa. Hún var með opið sár
á höfðinu, og blóðið streymdi niður
eftir brjósti hennar. Loks komu þrír
menn og spurðu mig, hvaðan ég
væri. Einn þeirra var úr vegalög-
reglunni. Ég sá nafn hans og ein-
kennismerki. Ég skýrði þeim frá
því. Ég gerði mér grein fyrir því,
að þegar þeir hringdu til Ruleville,
mundi lögreglan þar skýra þeim frá
því, að ég væri einn af þessum negr-
um, sem ynnu að því að fá negrana
til þess að láta skrá sig á kjörskrá.
Svo kom vegalögregluþjónninn
'aftur til mín eftir nokkra stund og
sagði: „Við ætlum að fara þannig
með þig, að þú óskir eftir því, að
þú værir dauð!“
Hvítu mennirnir leiddu mig inn í
annan klefa, þar sem tveir svartir
fangar voru fyrir. Þeir voru ekki
úr okkar hópi. Vegalögregluþjónn-
inn skipaði mér að leggjast á grúfu
á fletið. Ég lá á maganum, og
hann fékk öðrum fanganum blý-
kylfu, fóðraða með leðri. Fanginn
spurði: „Viltu, að ég lemji hana með
þessu?“
Og svarið var svohljóðandi: „Ef
þú gerir það ekki, veiztu, hvað við
gerum við þig.“
Fanginn byrjaði að berja mig með
þessari löngu kylfu, sem var úr blýi
eða einhverjum öðrum þungum
málmi, en fóðruð með leðri. Ég
reyndi að verja höfuðið með því að
bregða höndunum fyrir það, en ég
varð sífellt stirðari og átti sífellt
erfiðara með að hreyfa mig. Hann
barði mig, þangað til hann varð ör-
magna.
Svo þegar fangi þessi var orðinn
svo örmagna, að hann gat jafnvel
ekki lyft handleggnum til þess að
lemja mig enn einu höggi, skipaði
vegalögregluþjóninn hinum fang-