Úrval - 01.11.1971, Síða 104

Úrval - 01.11.1971, Síða 104
102 ÚRVAL fólki, til þess að kaupa sér eitthvað í svanginn og að komast á salerni. Skyndilega kom frú Annell Ponder, sem þá var eftirlitskona á vegum Southern Christian Leadership Con- ference, þjótandi út. Ég fór út úr vagninum til þess að athuga, hvað væri að. Hún sagði: ,,Það er lögreglustjóri inni, sem slær í öxlina á blökku- fólkinu með kylfunni sinni og skip- ar því að fara út.“ Ég svaraði: „Jæja, frú Ponder, þetta er Mississippifylki.“ Og ég fór aftur upp í vagninn. En þegar ég var að setjast og leit um leið út um gluggann, sá ég, að lögregluþjónn var að ýta blökkufólki upp í lög- reglubifreið. Ég steig því út úr vagninum aftur, og um leið og ég steig út, benti lögregluþjónn þessi á mig og æpti: „Náið þessari þarna!“ Þegar við komum svo til fangelsins, vorum við kærð fyrir óspektir á almannafæri og mótþróa við handtöku. Ég gleymi aldrei þeim hljóðum og ópum, sem bárust frá skráningarherberginu. Ég heyrði, að einhver skall á steingólfið. Svo heyrði ég einhvern segja við frú Ponder: „Geturðu ekki sagt já herra, negratík?" Hún svaraði: „Jú, ég get sagt „já herra“.“ „Segðu það þá.“ „Ég þekki yður ekki nógu vel til þess,“ svaraði hún. Næst gengu þeir fram hjá mér berandi 15 ára blökkustúlku á milli sín. Þeir voru að fara með hana inn í fangaklefa. Hún var með opið sár á höfðinu, og blóðið streymdi niður eftir brjósti hennar. Loks komu þrír menn og spurðu mig, hvaðan ég væri. Einn þeirra var úr vegalög- reglunni. Ég sá nafn hans og ein- kennismerki. Ég skýrði þeim frá því. Ég gerði mér grein fyrir því, að þegar þeir hringdu til Ruleville, mundi lögreglan þar skýra þeim frá því, að ég væri einn af þessum negr- um, sem ynnu að því að fá negrana til þess að láta skrá sig á kjörskrá. Svo kom vegalögregluþjónninn 'aftur til mín eftir nokkra stund og sagði: „Við ætlum að fara þannig með þig, að þú óskir eftir því, að þú værir dauð!“ Hvítu mennirnir leiddu mig inn í annan klefa, þar sem tveir svartir fangar voru fyrir. Þeir voru ekki úr okkar hópi. Vegalögregluþjónn- inn skipaði mér að leggjast á grúfu á fletið. Ég lá á maganum, og hann fékk öðrum fanganum blý- kylfu, fóðraða með leðri. Fanginn spurði: „Viltu, að ég lemji hana með þessu?“ Og svarið var svohljóðandi: „Ef þú gerir það ekki, veiztu, hvað við gerum við þig.“ Fanginn byrjaði að berja mig með þessari löngu kylfu, sem var úr blýi eða einhverjum öðrum þungum málmi, en fóðruð með leðri. Ég reyndi að verja höfuðið með því að bregða höndunum fyrir það, en ég varð sífellt stirðari og átti sífellt erfiðara með að hreyfa mig. Hann barði mig, þangað til hann varð ör- magna. Svo þegar fangi þessi var orðinn svo örmagna, að hann gat jafnvel ekki lyft handleggnum til þess að lemja mig enn einu höggi, skipaði vegalögregluþjóninn hinum fang-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.