Úrval - 01.11.1971, Page 106
104
ÚRVAL
að árangurinn kæmi sífellt í ljós ár
eftir ár.“
Standi maður bara kyrr og öskri
ekki í kapp við andstæðinginn,
kemst maður oft að því, að með
mörgum andstæðingnum leynist
raunveruleg mannleg vera, sem get-
ur brugðist við á mannlegan hátt.
Ég hef það fyrir venju að álíta eng-
an vonlausan á þessu sviði. Allan
þennan tíma hef ég verið þátttak-
andi í friðsamlegri byltingu, bylt-
ingu, þar sem hefur ekki verið grip-
ið til ofbeldis. Regla mín er sú að
gera öðrum það, sem maður vildi,
að þeir gerðu manni sjálfum. Ég
segi hvíta fólkinu, sem völdin hef-
ur, að ég sé ekki að reyna að hrifsa
neitt frá því. Ég segi því, að ég sé
að reyna að gera Mississippifylki að
betri stað fyrir okkur öll.
Ég hef alltaf trúað því, að ein-
hvern tíma breytist lífið í þessu
landi, jafnvel þó að mér auðnist
kannski ekki að lifa svo lengi. Ég
hef alltaf trúað því, að þetta land
yrði einhvern tíma að betri stað
fyrir okkur öll, að landi, þar sem
þekktust ekki hengingar né aftökur
án dóms og laga né dráp og
sprengjuköst. Við eigum að gæta
bróður okkar, hvort sem hann er
svartur, hvítur, brúnn, rauður eða
gulur.
ORÐSENDINGIN
HEFUR KOMIZT TIL SKILA
Árið 1969 var Charles Evers kos-
inn bœjarstjóri í Fayette í Missis-
sippifylki, fyrsti svarti bæjarstjór-
inn í „blönduðum“ bæ (þ.e. þar sem
búa bœði hvítir og svartir) frá því
að Suðurríkin fengu aftur full rétt-
indi í ríkjasambandinu árið 1867.
Hann er mœlskur og hreinskilinn
og hefur barizt gegn kynþáttaað-
skilnaðarstefnunni allt sitt líf. Hann
hefur orðið fyrir þeirri bitru
reynslu, að þeir þrír menn, sem
stóðu honum nœst, féllu íyrir morð-
ingjahendi. Þar er um að rœða þá
Medgar bróður hans, Martin Luther
King yngri og Robert Kennedy.
Medgar var þrem árum yngri en
ég. Þegar við vorum drengir heima
í Decatur í Mississippifylki, vorum
við vanir að fara í búðina á sunnu-
dagsmorgnum. í þessum sveita-
verzlunum héngu alltaf hvítir karl-
ar aðgerðarlausir. Þeir kjöftuðu
saman og tuggðu munntóbak. Og í
hvert skipti sem blökkudrengur
kom inn í búðina, létu þeir hann
dansa eða gera eitthvað annað
kjánalegt. Ég fékkst aldrei til þess
að dansa fyrir þá. Ég minnist þess,
að einn þeirra ýtti við mér og sagði:
,,Það væri. vissara fyrir þig að
dansa!“ Ég hljóp alla leið heim. Þá
var ég bara lítill snáði, en ég sagði
við Medgar bróður minn: „Einhvern
tíma ætla ég að eiga búð, og þá ætla
ég að láta hvíta fólkið dansa.“
Ég losnaði úr hernum árið 1946.
Ég hafði lagt fyrir svolítið fé. Og
svo opnaði ég svolitla matvöruverzl-
un, þegar ég kom heim. Ég lét pabba
og mömmu reka hana. Blökkufólkið
gat komið þangað inn óhrætt um, að
það yrði fyrir aðkasti, yrði kallað
,,niggarar“ eða látið dansa eða haga
sér eins og fífl. Verzlunin blómgað-
ist og dafnaði, og nú eigum við sex
verzlanir. Ég tók að færa út kví-
arnar á viðskiptasviðinu. Ég eign-
aðist bílagistihús, nokkur veitinga-