Úrval - 01.11.1971, Síða 120
118
ÚRVAL
svartir, og við höfðum samþykkt, að
enginn okkar mætti beita ofbeldi.
Þetta átti allt að fara friðsamlega
fram. En hvíta fólkið í hverfinu var
þegar byrjað að hæða okkur og
spotta, áður en við vorum lögð af
stað í mótmælagönguna frá garðin-
um. Það settist á veginn, sem lá út
úr skemmtigarðinum, og reyndi að
hindra, að við kæmumst þaðan burt.
Okkur tókst samt að komast fram
hjá því og út á 71. stræti. En þar
biðu okkar þá hundruð hvítra
manna, bæði karla, kvenna og ung-
linga. Ég heyrði fólkið hrópa: ,,Ná-
ið helvítis skepnunni, honum Raby.“
Það hellti yfir okkur öllum þeim
fúkyrðum og sora, sem hægt er að
ímynda sér. Það dró garðslöngurn-
ar út úr bílskúrnum sínum til þess
sprauta á okkur eða setti garðhús-
gögn og annað dót á gangstéttirnar
til þess að hindra för okkar. Og
grjóthríðin jókst nú einnig óðum.
Við lögðum svo aftur af stað til
skemmtigarðsins, en hvíta fólkið
hélt stöðugt áfram að æpa: ,,Nigg-
ari, snautaðu heim!“ Það veifaði
spjöldum, sem á stóð „Waliace fyr-
ir forseta“ Við urðum sem þrumu
lostin, þegar við komum aftur til
skemmtigarðsins. Það var búið að
kasta tveim af bílunum okkar út í
t.jörnina, kveikja í sjö og velta tutt-
ugu þar að auki.
Það leit enn ófriðvænlegar út inni
í skemmtigarðinum en utan hans.
Af reynslu minni í hernum vissi ég,
að maður átti aldrei að standa upp-
réttur, þegar maður gat átt von á
árás, því að þannig gerðist maður
siálfviljuglega skotspón óvinanna.
Ég gaf merki um, að við skyidum
ganga út úr garðinum og halda nið-
ur eftir 71. stræti að kirkju einni í
nálægu blökkumannahverfi, því að
þar gætum við leitað hælis.
Engir lögregluþjónar fylgdu okk-
ur. Við gengum öðrum megin göt-
unnar, en hópur hvítra unglinga
fylgdist með okkur hinum megin.
Þeir hlupu þar fram og aftur á
gangstéttinni. Þannig gengum við
langa leið eða á milli átta þver-
gatna. Öðru hverju dundu á okkur
steinar og múrsteinar. Og við sáum,
að margir búðargluggar brotnuðu.
Við Ashland var hópur vopnaðra
lögregluþjóna að hindra blökkufólk
í að halda í vesturátt inn í hvítu
hverfin. Einnig hindruðu þeir hvítt
fólk í að fara austur inn í blökku-
mannahverfin. Lögreglan handtók
aðeins 14 manns. En þetta var allt
sýnt í sjónvarpinu, og útsendingin
hafði geysileg áhrif á stuðnings-
menn mannréttindabaráttunnar um
allt land. Við höfðum orðið að þola
svo mikið þennan dag, að við gátum
ekki afborið það án þess að gera
eitthvað. Því fylgdust nokkrir svart-
ir lögregluþjónar með göngunni,
þegar við lögðum upp í aðra göngu
inn í Gage Park-hverfið næsta
föstudag. Nú var Martin með í för-
inni. Augsýnilega var það ætlunin
að framkvæma handtökur, ef nauð-
syn kræfi.
Ég var samferða Martin í bilnum
til Gage Parkhverfisins. Þegar
þangað kom, sagði hann. „Við skul-
um fara út úr bílnum hérna. Það
gerist ekkert. Þetta fólk hérna ger-
ir ekkert." Við skildum ökumanninn
eftir í bílnum og gengum fram með
röðum göngumanna og ætluðum