Úrval - 01.11.1971, Side 123

Úrval - 01.11.1971, Side 123
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU 121 Stundum unnum við 25 eða 30 stundir án þess að taka okkur hvíld. í fyrstu vann ég bæði að sölu, pökk- un og framleiðslu ... öllu saman. Og innan fjögurra ára var árleg sala komin upp yfir milljón dollara. Það þarf að koma æ fleiri svört - um ungmennum út í viðskiptalífið og koma þeim í vinnu hjá fyrir- tækjum, sem rekin eru af blökku- mönnum. Svörtum unglingi, sem tekur til starfa hjá hvítu risafyrir- tæki, finnst sem hann hafi í raun- inni engin tengsl við fyrirtækið. Hann getur ekki öðlazt þá kennd. En þegar hann sér fyrirtæki sem okkar í fullum gangi, fyrirtæki, sem stjórnað er af blökkumönnum, seg- ir hann á þessa leið við sjálfan sig: „Nú, þeim tókst þetta, og hví ætti mér ekki að geta tekizt það?“ Hinar slæmu aðstæður blokku- fólksins má fyrst og fremst rekja til þess, að það stjórnar ekki sjálft eigin málefnum eða málefnum hverfa sinna. Grundvöllur þess, að slíkt sé mögulegt, er efnahagslegt sjálfstæði. Gyðingarnir, sem reka fyrirtæki í Beverly Hillshverfinu hér í Los Angeles, njóta um 99% viðskipta íbúanna, sem þar búa. Og sjíkt veitir þeim áhrifarétt, hvað snertir efnahagsmál og stjórnmál i hverfinu. En um 98% allra fyrir- tækja í negrahverfinu Watts í' Los Angeles eru í eigu hvítra manna og stjórnað af þeim. Þeir ná til sín peningum blökkufólksins og beina því fé burt frá hverfinu, þannig að þeir komast ekki aftur í umferð þar. Árangurinn verður sá, að blökku- fólkið er án nokkurs efnahagslegs grundvallar og hefur því ekkert vald, hvað snertir málefni hverfis- ins. Kaupsýslumenn geta hjálpað íbú- um innilokunarhverfanna. Við höf- um sannað það í Los Angeles. Við stofnuðum Efnahags- og atvinnuúr- bótaráðið, og á 8 mánuðum tókst hverfið en gert hafði verið allt frá okkur að áorka meiru fyrir Watts- kynþáttaóeirðunum, sem þar urðu árið 1965. Við stofnuðum Watts- iðngarðana. Áætlanir okkar miða að því að skapa þar störf fyrir 2400 manns í alls konar verksmiðjum og iðnfyrirtækjum, og sú starfræksla mun svo skapa önnur 3600 störf í ýmsum öðrum fyrirtækjum með til- komu þessara verksmiðja. Þarna er um að ræða samtals 44 milljón doll- ara launagreiðslur á ári, og þetta fé fer ekki burt úr hverfinu, heldur fer þar í umferð á nýjan leik. Við höfum leitað víðs vegar um Bandaríkin að góðu starfsfólki, bæði hvítu og svörtu, til þess að hrinda málum þessum í fram- kvæmd. Þar er um háskólamenntað fóik að ræða, sem hatar ekki Amer- íku og vill ekki brenna allt til kaldra kola. Við viljum koma hér á stofn verksmiðjum og iðngreinum, sem svartir karlmenn í blökku- mannahverfinu Watts geta fundið tengsl við, þannig að þeir líti á sig sem nauðsynlegan þátt í rekstrin- um, því að við gerum okkur grein fyrir því, að nú verða svartir karl- menn í fyrsta skipti að taka á sig ábyrgðina af að verða höfuð fjöl- skyldunnar og að stuðla að því, að sonum þeirra og dætrum geti lærzt það í uppvextinum að virða föður- inn í fjölskyldunni sem ábyrgan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.