Úrval - 01.11.1971, Qupperneq 123
FERÐ UM HINA SVÖRTU AMERÍKU
121
Stundum unnum við 25 eða 30
stundir án þess að taka okkur hvíld.
í fyrstu vann ég bæði að sölu, pökk-
un og framleiðslu ... öllu saman. Og
innan fjögurra ára var árleg sala
komin upp yfir milljón dollara.
Það þarf að koma æ fleiri svört -
um ungmennum út í viðskiptalífið
og koma þeim í vinnu hjá fyrir-
tækjum, sem rekin eru af blökku-
mönnum. Svörtum unglingi, sem
tekur til starfa hjá hvítu risafyrir-
tæki, finnst sem hann hafi í raun-
inni engin tengsl við fyrirtækið.
Hann getur ekki öðlazt þá kennd.
En þegar hann sér fyrirtæki sem
okkar í fullum gangi, fyrirtæki, sem
stjórnað er af blökkumönnum, seg-
ir hann á þessa leið við sjálfan sig:
„Nú, þeim tókst þetta, og hví ætti
mér ekki að geta tekizt það?“
Hinar slæmu aðstæður blokku-
fólksins má fyrst og fremst rekja til
þess, að það stjórnar ekki sjálft
eigin málefnum eða málefnum
hverfa sinna. Grundvöllur þess, að
slíkt sé mögulegt, er efnahagslegt
sjálfstæði. Gyðingarnir, sem reka
fyrirtæki í Beverly Hillshverfinu
hér í Los Angeles, njóta um 99%
viðskipta íbúanna, sem þar búa. Og
sjíkt veitir þeim áhrifarétt, hvað
snertir efnahagsmál og stjórnmál i
hverfinu. En um 98% allra fyrir-
tækja í negrahverfinu Watts í' Los
Angeles eru í eigu hvítra manna og
stjórnað af þeim. Þeir ná til sín
peningum blökkufólksins og beina
því fé burt frá hverfinu, þannig að
þeir komast ekki aftur í umferð þar.
Árangurinn verður sá, að blökku-
fólkið er án nokkurs efnahagslegs
grundvallar og hefur því ekkert
vald, hvað snertir málefni hverfis-
ins.
Kaupsýslumenn geta hjálpað íbú-
um innilokunarhverfanna. Við höf-
um sannað það í Los Angeles. Við
stofnuðum Efnahags- og atvinnuúr-
bótaráðið, og á 8 mánuðum tókst
hverfið en gert hafði verið allt frá
okkur að áorka meiru fyrir Watts-
kynþáttaóeirðunum, sem þar urðu
árið 1965. Við stofnuðum Watts-
iðngarðana. Áætlanir okkar miða að
því að skapa þar störf fyrir 2400
manns í alls konar verksmiðjum og
iðnfyrirtækjum, og sú starfræksla
mun svo skapa önnur 3600 störf í
ýmsum öðrum fyrirtækjum með til-
komu þessara verksmiðja. Þarna er
um að ræða samtals 44 milljón doll-
ara launagreiðslur á ári, og þetta
fé fer ekki burt úr hverfinu, heldur
fer þar í umferð á nýjan leik.
Við höfum leitað víðs vegar um
Bandaríkin að góðu starfsfólki,
bæði hvítu og svörtu, til þess að
hrinda málum þessum í fram-
kvæmd. Þar er um háskólamenntað
fóik að ræða, sem hatar ekki Amer-
íku og vill ekki brenna allt til
kaldra kola. Við viljum koma hér á
stofn verksmiðjum og iðngreinum,
sem svartir karlmenn í blökku-
mannahverfinu Watts geta fundið
tengsl við, þannig að þeir líti á sig
sem nauðsynlegan þátt í rekstrin-
um, því að við gerum okkur grein
fyrir því, að nú verða svartir karl-
menn í fyrsta skipti að taka á sig
ábyrgðina af að verða höfuð fjöl-
skyldunnar og að stuðla að því, að
sonum þeirra og dætrum geti lærzt
það í uppvextinum að virða föður-
inn í fjölskyldunni sem ábyrgan