Úrval - 01.11.1971, Page 124

Úrval - 01.11.1971, Page 124
122 ÚRVAL hornstein, sem treysta megi á. Ég vona, að móðirin geti þannig eytt meiri tíma á heimilinu og orðið virk í foreldrafélögum og unnið að því, að skólarnir verði meiri driffjöður í lífi barna og unglinga og færari um að stuðla að þroska þeirra og búa þau betur undir lífið á raun- hæfan hátt. Ég vona að hinn svarti karlmaður geti aftur tekið við hlut- verki sínu sem sá, sem halda skal uppi aga innan fjölskyldunnar. Ég vona ,að fyrir höndum sé alger um- bylting og endurbygging lífshátta okkar. Og ég vona, að unglingar þeir, sem láta nú herskáa óeirðar- seggi telja sig á að hætta í skóla, finni þess í stað hvatningu til þess að halda áfram námi, vegna þess að þeir finni þá til stolts yfir þeirri byltingu, sem verið er að fram- kvæma. Þetta mun ekki allt gerast alveg á næstunni. Þetta mun taka tals- verðan tíma. En þetta er í vændum. Og' það, sem þetta kennir manni, er að mínu áliti einfaldlega það, að maður gefst blátt áfram aldrei upp. Ég held, að þetta þjóðfélag okk- ar sé þess virði, að því sé bjargað. Ég spyr þá, sem vilja helzt brenna það til grunna: Hvað á þá að koma í staðinn? Ég spyr þá, sem segja, að við ættum að flytja burt úr Bandaríkjunum: Og fara þá hvert? Ég hef ferðazt víðs vegar um ver- öldina, og ég veit af reynslunni, að ekkert annað land býður okkur upp á sömu möguleika og við höfum hér, svo framai’lega sem við vinnum að því að brjóta niður þá múra og ryðja þeim hindrunum úr vegi, sem eru að eyða kjarna þjóðar okkar. Og hvers vegna skyldi blökkumað- ur gera slíkt? Ég held, að sannur maður eigi að líta á syni sína og segja: „Ég vil ekki, að þeir þurfi að gana í sama skugga og ég þurfti að ganga í.“ Hann verður að elska fjölskyldu sína svo mikið, að hann langi til þess að bæta þetta þjóðfé- lag okkar dálítið. FERÐALOK Um leið og við, höfundar þessarar bókar, Ijúkum ferð okkar um hina Svörtu Ameríku, óskum við þess, að raddir okkar megi einnig heyr- ast auk þeirra, sem við höfum hlust- að á. Þegar við snúum nú heim úr þessari miklu ferð okkar, þá snúum við ekki heim með neina handhæga lausn á reiðum höndum. Það er ekki hin sama reynsla fyrir alla blökkumenn að vera svartur í Am- eríku nútímans. Sú reynsla er fjöl- breytileg. Hún er fólgin í því að þurfa að afbera þær ofboðslegu bar- smíðar, sem Fannie Lou Hamer varð að afbera í Winona. Hún er fólgin í því að aka i Mercedes Benz sport- bíl ásamt Richard Allen um hæð- irnar fyrir ofan Los Angeles og gera sér grein fyrir því, að hversu ríkur sem blökkumaðurinn er, kemst hann ekki út úr innilokunarhverfinu nema á vissan hátt, líkast því að ferðast frá einum enda þess til ann- .ars.“ Hún er fólgin í því að hafa ástæðu til þess að vera stoltur yfir því sem maður hefur áorkað, líkt og E.D. Nixon hefur. Og hún er fólgin í yfirlæti og bjartsýniskenndu hugrekki, Sonny Zoo, sem gat rétt okkur hönd sína í fátækrahverfinu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.