Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
Marty Tressler vætti varirnar
vandræöalega. Hann vissi, eins og allir
á Wall Street, að þaö var ekkert til,
sem hét örugg vissa á verðbréfa-
markaðnum. Og það sem meira var.
Control Data voru á þessum tima —
seinni hluta árs 1966 — einhver þau
allra óstöðugustu hlutabréf, sem völ
var á I Kauphöllinni.
En gesturinn i skrifstofum Marty
Tresslers sat fastur við sinn keip.
Tressler maldaði ögn i rn-óinn. ,,Það
var ekki eins og maðurinn væri
auðugur,” skýrði hann seinna fyrir
mér. „Þetta var aleigan hans, sem við
vorum §ð tala um. Og ég meina
al—al— aleigan.”
1 oröaskakinu spurði Marty Tressler
ókunna manninn, hvað gerði hann
svona vissan i sinni sök um framtið
Control Data. Ókunnugi maðurinn
tautaði eitthvað óskiljanlegt, en i þvi
rugli miðju nefndi hann orðið „tarot”.
Tarot er heiti fornrar og mjög
leyndardómsfullrar aðferðar til að
grufla I framtiðinni með aðstbð 78
einkennilega skreyttra spila — sem
sum hver eru frekar falleg, meðan
önnur eru með hálfgerðum
hryllingsmyndum. ókunni maðurinn
hafði sem sé fengið einhverja
visbendingu úr tarot—spilastokknum
sinum. Sérhver, sem fylgzt hefur með
velgengni Control Data á siðustu
árum, getur eftir á dæmtaö tarotlestur
ókunnuga mannsins var Ihueunar-
veröur. Hlutabréfin hengu i $30, þegar
hann keypti sin „köll” seint á
árinul966. A næsta ári, 1967, vegna
ýmissa efnahagslegra og
sálfræðilegra atvika, sem ómögulegt
var að sjá fyrir. þutu Con-
trol Data — bréfin upp i $165.
Það eitt að eiga hlutabréfin á
þessum tima hefði gefið mikinn arð.
En að eiga „köll” á þau er nokkuð
annað. . Ókunni maðurinn lét sina 90
daga nær þvi liða, áður en hann leysti
út „köllin”. Hann lagði eitthvað
Htilræði til hliðar til að lifa af en keypti
enn stærri bunka af 90—daga
„köllum” fyrir afganginn af
hagnaðinum, sem þá þegar var
gifurlegur. Control Data hafði þá náð
$165—tindinum, þegar þær kvaðir voru
a falla úr gildi, og tarot-lestur ókunna
mannsins inn i framtiðina var ein-
hverju mistri hulinn. Svo að timi var
kominn að hætta. Hann tók út allt sitt
fé.
Marty Tressler borgaði honum i einu
lagi $60.000. Maðurinn hafði tólffaldað
peningana sina á sex mánuðum.
Hann gekk út, og Godnick & Synir
hafa aldrei séð hann siðan.
Hinn berdreymni.
Frú Ðoralee H. er ekkja, sem hluta
ársins dvelst i Sviss en býr hinn
hlutann i Washington D.C. Sá auður,
sem gerir henni kleyft að eiga tvö
heimili, stafar frá verð-
bréfamarkaðnum. Hvernig græðir hún
á hlutabréfabraskinu? Hinn fram liðni
eiginmaður hennar, segir hún, birtist
henni i draumiog segir, hvernig kaupin
munu gerast á Eyrinni.
„Hver og einn getur ráðið fram úr
draumi ef hann gefur sig að þvi,”
sagði frú H. mér. „Hið eina, sem þarf,
er bara . . .nú, jæja,” stilla sig inn á
það”. Þú veizt. Undirbúa hug sinn og
gera hann móttækilegan.”
Ég bað hana að sanna þetta. Og 10.
marz 1970 sagði hún mér, hvað hana
hafði dreymt nokkrum nóttum áður. 1
draumnum virtist henni, sem hún og
eiginmaður hennar væru stödd i
miðlaraskrifstofu, og þau virtust
„komin 2 vikur fram I timann.”