Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 94

Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 94
ENDURMINNINGAR HERTOGANS . . . fallbyssuliði I umsátinni um Ladysmith og hafði verið I stjórn Orustunnar um Jótland. Hann var samt aðeins orðinn 47 ára gamall, er hér var komið máli, og var þvi nógu nálægt minni eigin kynslóð til þess að geta sýnt henni umburðarlyndi og skilning. Beitiskipinu Frægðinni (Renown) hafði verið falið það hlut- verk að flytja mig yfir Atlantshafið. í ágúst 1919 sigldi ég af stað á þvi frá Portsmouth ásamt um tuttugu manna brezku föruneyti, þar á meðal skrif- stofumönnum, þjónum og sjóliðum, ásamt tveim leynilögreglumönnum frá Scotland Yard. Sir Joseph kemur til sögunnar. Hið fyrsta, er ég augum leit i Nýja Heiminum, voru hinir lágu, grænu höfðar viö Conceptionflóann i Nýfundnalandi, sveipaðir móðu. Ég steig á land i höfuðborginni St. John’s, en þar höfðu verið undirbúnar mót- tökur mér til heiðurs. Er ég fór undir Iburðarmikinn sigur- boga, tók ég eftir þvi mér til undrunar, aö hann var að mestu leyti búinn til úr þorskalýsistunnum og I honum hékk heilmikið af signum þorski til skrauts. Frá Nýfundnalandi og strand- héruðum Kanada við St. Lawrence- flóann hélt Frægðin upp eftir St. Lawrencefljótinu i áttina til Quebec. Nú höfðu tveir kanadiskir embættis- menn slegizt I förina með föruneyti minu, og höfðu þeir samið handa mér ferðaáætlun. Annar þeirra var viðmótsþýður stórskotaliðsforingi, Sir Henry Bur- stall, Majór-General, er ég hafði hitt i striðinu. Hinn var borgaralegur embættismaður, nokkuð við aldur, Sir Joseph Pope. Hann hafði aðstoðað við að skipuleggja Kanadaför föður mins fyrir átján árum, og hafði honum þvi verið falið að undirbúa ferð mina. Hertoginn af Devonshire, landsstjóri Kanada, var gamall vinur föður mins, og hafði hann mælt með Sir Joseph við mig og fullvissað mig um, að óhætt væri að láta alla taumana I öruggum og reyndum höndum hans. Fyrirmyndin frá 1901. Strax og ég hitti Sir Joseph, leit ég yfir áætlunina, sem hann hafði gert um ferð mina. Það var augsýnilegt, að hann hafði fylgt fyrirmyndinni frá 1901 dyggilega: Viðhafnarakstur i skrautvögnum, dregnum af gæðingum I fylgd riðandi liös, hersýningar riðandi herliðs, borgaralegar hádegisveizlur, opin- berar kvöldveizlur, ferðir til frægra staða - allt þetta og litið annað. Það var ákveðinn keimur Viktoriu- timabilsins af þessu öllu saman. „Við höfum reynt að gera okkar bezta til að koma alúðlega fram við alla og reynt að gera öllum til hæfis.” Þannig skrifaði faðir minn til móður sinnar, Alexöndru drottningar um aldamótin, er hann var að lýsa þvi, hvað hann áliti vera þá réttu hegðun, er fólk byggist við af Rikisarfanum i för um Heimsveldið. Fólkið óskaði eftir sannkallaðri kjötkveðjuhátið. En Kanada kenndi mér fljótt, að nú var búizt við meira af þessari út- flutningsvöru konungsfjölskyldunnar heldur en kurteisinni einni saman. Nú nægði ekki lengur kurteisleg en fjarlæg höfuðhneiging, rétt orð mælt við rétta manninn, vottur af forvitni við skoöun hins markverðasta á hverjum stað. Það var eins og Lloyd George hafði grunað I kænsku sinni. Samveldis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.