Úrval - 01.10.1972, Side 36
34
ÚRVAL
torgað á stundinni. Ekki er fjarstætt
aö hugsa sér, að menn hafi upp-
götvað vínið viö slíkar aðstæður,
þegar poki með safarlkum
vlnþrúgum hossaðist á hestbaki eða
baki kameldýrs. Gerjunina gat nátt-
úran ein annazt, þvl þrúgurnar hafa
að sjálfsögðu verið morandi I villtu
geri, rétt eins og nú á dögum. Þannig
er ekki úr vegi að ætla,að menn hafi
komizt á bragð vlnsins.
Um fund vins er þess geti§ til, en
engin vissa er fyrir hendi, og þá ekki
um það, hvort fannst á undan hinu, öl
eða vln. Enda skiptir það í sjálfu sér
litlu máli, og menn velta aðeins
vöngum um það sér og öðrum til
gamans.
Vlnið að fornu.
Frá fyrstu tið I sögunni, er vinið
gamalþekkt. Menn sungu þvl lof,
bjuggu það til, og vöruðu við mis-
notkun og ofnotkun þess.
Þegar I þá tið, voru ýmsar vln-
tegundir þekktar, sæt og þurr vin og
þar fram eftir götunum. í Gamla
testamentinu er hvað eftir annað vikið
að vininu. Mesópótamia var vinland,
og I Esterarbók er sagt frá gestaboði
Ahasverusar konungs, þar sem vln var
veitt eftir leikreglum I sllku
konungsboði, enginn mátti verða
útundan, en hver og einn réði hins
vegar drykkju sinni. Þannig var það
þá, eins og enn I dag. Griski sagnfræð-
ingurinn Herodotus segir frá þvi, að
hirð Persakonungs hafi neytt daglega
meö gestum konungs 280 litra af sætu
vlni og 27.900 litra af venjulegu vini.
Það gefur auga leið að Persarnir hafa
verið miklir vinsvelgir, og að hófsemi
hefur ekki verið þeirra sterkasta hlið.
— Þegar Múhammeð kom til sögunnar
og mönnum hans var meinað að neyta
víns, var víninu stungið undir borð, en
ljóst er að banninu var ekki framfylgt
stranglega að öðru leyti. Persnesk
skáld frá þeim tima með Omar
Khayyam I broddi fylkingar, dáðu
víniö I ljóðum slnum og söngvum.
Vlnmennine á háu stigi i Egyptalandi
Frá Egyptalandi eru til óteljandi
heimildir um vin og vlnrækt. Myndir I
hinum fornu konungagröfum sýna öll
stig vlnræktarinnar, þrúgutinslu I
litlar, háar körfur, ekki svo mjög
frábrugðnar þvi sem sjá má nú á
dögum I Médoc á haustin, pressun I
stóum kerjum, þar sem menn ganga I
hring I þeim, meðan vlnið streymir út
um pipu, og átröppun I krukkur. — I
gröf Tutankamons konungs fundu
brezkir fornleifafræðingar 40
vlnkrukkur. En tlminn, þúsundir ára,
hafði tæmt krukkurnar. A krukkurnar
hafði verið grafið: Arið IX, vln frá
vlnekrum Tutankamons konungs, á
vesturbökkum Nllar. Og innsigli
vlngerðarmannsins var á þeim.
Þetta sýnir, hversu vlnmenningin
stóð þá þegar traustum fótum. Það var
frá öllu gengið fyllilega I llkingu við
það sem nú tíðkast hjá öllum
viðingarverðum vinframleiðendum.
Fönlkar fluttu vinið með sér
Það er vafalaust, að Fönikar
breiddu út kynni og þekkingu á vini
öðrum fremur. Þeir ræktuðu vinviðinn
Iheimkynnum sínum, strandlengjunni
norður af Palestínu, og
tóku I fyrstu með sér vin og siðar
vínvið i verzlunarferðum sinum til
Miöjaröarhafslanda og um nálæg lönd.
Heimamenn þar lærðu fljótt að meta
vínið, og ekki er óliklegt, að margir
mikilsverðir viðskiptasammngar hafi