Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 93

Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 93
ÚRVAL 91 Rennibrautir barnaherbergisins Lif i Bretlandi er krökt af hátfðlegum athöfnum og viðhafnar- siðum til allrar hamingju fyrir konungssynina, þvi að þessir siðir og þessar athafnir reynast hinar ákjósan- legustu rennibrautir, sem einurðar- litill og ómælskur koniingsnemi getur rennt sér eftir likt og i barna- herberginu. Þessar rennibrautir flytja hann þannig þýðlega stall af stalli inn I opinbert lif án mikillar hættu fyrir hans eigin orðstir og án þess að koma almenningi I of mikil vandræði. Þetta fyrsta vor og sumar var ég gerður heiðursborgari Lundúna og annarra brezkra borga. Einnig var ég tekinn hátiðlega inn i eitt bræðrafélag Frimúrara - Varðliðs- sveitarstúkuna, gerður að heiðurs- félaga i Félagi Einkennisklæddra Fisksala, eins af hinum mörgu, fornu gildum, sem voru fyrrum miðdeplar viðskiptalifsins i verzlunarhverfi Lundúna. Að halda ræðu. Ég var sannarlega á ferð og flugi þessa fyrstu mánuði eftir heim- komuna til Stóra Bretlands. Er ég minnisthins vingjarnlega mannfjölda, sem bauð mig alls staðar velkominn, og hins dynjandi lófaklapps, sem glumdi að loknum minum hvers- dagslegu ræðum, undrast ég stórum það umburðarlyndi, sem mesta lýðræðisþjóð heimsins hélt stöðugt áfram að sýna prinsum sinum. Þvi oftar sem ég varð að koma opin- berlega fram, þeim mun dýpri virðingu tók ég að bera fyrir fyrsta flokks ræðum sem einu af hinum mestu afreksverkum mannlegs máttar. Enginn, er ég þekkti, virtist vera gæddur þessum sjaldgæfa og öfundsverða hæfileika - mælskulistinni - I jafnrikum mæli og hr. Winston Churchill, sem var vitni að nokkrum af minum fyrstu tilraunum, fullur samúðar, Hann ráðlagði mér eftirfarandi I byrjun starfsferils mins: „Þegar þér þurfið að leggja áherzlu ;á eitthvað þýðingarmikið atriði, skulúð þér ekki reyna neina orðfimi eða kænsku með þvi að fara I kringum þetta eða lauma þvi að. Hamrið fyrst á þessu með hnit- miðuðu höggi. Snúið siðan aftur að þvi, og hamrið á þvi á nýjan leik. Hamriö siðan á þvi I þriðja skiptið - með ógurlegu höggi.” Siðan jók hann við þessar ráðleggingar á eftirfarandi hátt I bréfi til min: ,,......Ég ráðlegg yður að bera ekki allt of miklar áhyggjur vegna þessarar ræðu...........ef þér óskið að lesa ræðuna af blöðum, ættuð þér að gera það án allrar leyndar. Þér ættuð að lesa hana mjög hægt og gætilega og ættuð ekki að gera neina tilraun til að fela blöðin. Auðvitað er ákjósanlegra, að þér reynduð að leggja ræðuna á minnið, ef þér hafið tima til sliks. Við veizlu- borðið er það fremur gott ráð að taka vatnsglas, láta mundlaug ofan á það, siðan disk ofan á mundlaugina og svo ræðublöðin ofan á diskinn. En maður verður að fara mjög varlega, svo að maður felli ekki allt saman um koll, likt og kom eitt sinn fyrir mig.” Ráðgjafi minn. Faðir minn hafði fylgzt með undir- búningi minum undir Kanadaferðina með sérfræðingsauga. Hann krafðist þess, að ég styrkti hið unga og óreynda lið mitt með þvi að taka mér eldri mann með i förina. Nafntogaður sjóliðsforingi, Sir Lionel Halsey varaaðmiráll, varð fyrir vali hans. Hann hafði stjórnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.