Úrval - 01.10.1972, Side 73
71
****^
*
*
*
*
*
y.'
íK
*
*****
ótt Albert Einstein (1879-
1955) helgaði vlsindunum
líf sitt i næstum yfir-
mannlegum mæli, gat
hann ekki falið persónu-
leika þann, sem gerði
hann ástfólginn milljónum manna,
sem skildu aðeins óljóst, aö afstæöis-
kenning hans hefði gjörbreytt skyn-
mynd mannsins af alheiminum.
Ronald W. Clark segir svo i
nýútgefinni ævisögu sinni um Ein-
stein: ,,Að baki mikilmennisins
leyndist stöðugur kimniglampi i
augunum, rótgróið virðingarleysi fyrir
valdinu og yfirvöldunum og kennd
fyrir hinu fáránlega, sem gat valdiö
sannköliuðum tröllahlátri.
Hér á eftir er brugöið upp skyndi-
myndum, sem lýsa vel manninum
Albert Einstein.
Albert var ekkert undrabarn. Það
leið langur timi, þangað til hann lærði
að tala. Hann var alltaf fátalaður og
hafði aldrei tilhneigingu til að taka
þátt I leikjum.
Þegar hermenn þrömmuðu eftir
Þannig
maður
var
Einstcin
götum Munchen i Þýzkalandi undir
trumbuslætti og sekkjapipuleik,
slógust börnin himinlifandi I hópinn og
reyndu að ganga i takt við her-
mennina. En þegar Albert litli gekk
fram hjá slikri göngu, fór hann að
gráta og sagði við foreldra sina:
„Þegar ég verö fullorðinn, vil ég ekki
verða eins og þessir menn.” Hann
skynjaði hergönguna sem hreyfingar
manna, sem væru „vélar”, nauðugir.
(Aö sögn Philipp Franks eðlisfræöings
og vinar Einsteins).
Faðir Alberts gaf honum eitt sinn
seguikompás, þegar hann lá veikur.
Snáðinn var þá 4-5 ára. Áhrifin voru
stórkostleg. Þarna var nál, einangruð
og algerlega umlukin, þannig að ekki
var hægt að komast að henni, en samt
var hún á valdi ósýnilegrar hvatar,
sem kom henni til að leita af öllu afli i
noröurátt. Albert litla var nálin alger
opinberun.
Hugmyndakerfi hans náði ekki yfir
þetta fyrirbæri. Nálin virtist hæöast að
hinni einföldu hugmynd Alberts litla
um skipulega veröld. (Helen Duaks og
Banesh Hoffman).