Úrval - 01.10.1972, Side 85
ÚRVAL
83
mundi haía orðið að þvi. Ég sá, að
settir voru niður björgunarbátar, og
fólkið fara í bátana, sá og ógurlegan
fjölda verða eftir á skipinu. Alltaf var
sama lognið og alltaf var sjórinn
jafnfallegur, og ég var að hugsa um,
hvernig þetta slys hefði komið fyrir,
þar sem veðrið væri svona yndislegt.
Þá sá ég skipið reisast á endann. Á þvi
stóð fáéin augnablik, að mér fannst, og
það sökk siðan. Ég sá fólkið berjast við
dauðann og drukkna unnvörpum, en
þá greip mig sú skelfing, að ég opnaði
augun, svo að sýnin hvarf.
Liklega hefur þetta verið stutt stund.
Allt sá ég þetta mjög greinilega, mér
fannst ég vera uppi yfir, eins og ég
væri i flugvél eöa einhverju þvlliku.
Ég sagði móður minni, sem svaf i
sama herbergi og ég, frá þessu þegar
um kvöldið.
Danski pilturinn.
Næst kemur þá saga, sem að þvi
leyti er allsendis ólik hinum sögunum
að hún gerist að mestu leyti við
tilraunir og virðist vera sams konar
eðlis eins og þær sannanir, sem leitað
er eftir með tilraunum. Þvi miður
lagði ég enga trúnað á það, sem verið
var að segja, meðan það var að koma,
enda hafði ég þá ekki jafn—glöggt
auga og nú fyrir leitinni eftir sönn-
unum, þess vegna lét ég fara
forgörðum þau skjöl, sem sönnunin
hefði átt að byggjast á.
Þegar ég var 14—15 ára, kynntist ég
dönskum pilti. Hann var á seglskipi,
sem flutti vörur til Duusverzlunar i
Keflavik. Ég þekkti hann talsvert og
við vorum góðir vinir. Svo hvarf hann
mér sjónum, og ég vissi ekkert, hvað
af honum hafði orðið, frétti ekkert til
hans, frá þvi ég var var 15 ára og
þangað til 18. desember 1917. En það
varð nú á töluvert aðra leið en fréttir
koma venjulega.
Það varmorguninnl8.desember. Ég
var I rúminu og las af kappi bók, sem
mér þótti sérstaklega skemmtileg, og
var sokkin niður i lesturinn. Allt I einu
hvarf bókin. Ég gleymdi, hvað ég var
að lesa, fyrir framan mig sá ég standa
mann, sem ég þekkti og var þessi
danski piltur. Andlitið var samt mjög
breytt frá þvi er ég þekkti hann, og ég
fór þegar að hugsa um það, jafnframt
þvi sem ég rifjaði upp, hvað mörg ár
væru frá þvi er við hefðum sézt. Hann
horfði á mig mjög alvarlega, og ég sá,
að hann vildi eitthvað segja. Svo hvarf
hann. Þetta var i albjörtu. Ég vissi
náttúrlega ekki upp né niður i þessu,
bjóst samt helzt við að maðurinn væri
ekki dáinn, heldur hefði ég séð hann
eins og hann var nú.
Aftur sá ég hann 28. desember, um
morgun lika. Ég var þá að byrja að
klæða mig, var ein, eins og i fyrra
skiptiö. Ég veit ekki enn, hvernig það
hefur verið, ég man, að ég var að byrja
að klæða mig, en svo hef ég vist dottið
út af. Þvl næst man ég eftir, að ég lá út
af og sá ljósa veru standa við rúmið.
Mér fannst ég vera búin að missa allt
vald á likamanum, ég fann að þessi
vera hafði valdið, og að ég átti að
sofna. En ég var hrædd og setti mig á
móti, samt komst ég i eitthvert
draumkennt ástand og ég heyrði
glöggt að veran sagði: ..Svefninn er
ekki nógu djúpur”. Eftir það fór ég að
sjá margvislegar myndir, en það var
allt ruglingslegt, og ég vissi sjálf, að
þetta átti ég ekki að sjá, heldur eitt-
hvaö annað ákveðið. Loksins sá ég
hurðina opnast og inn kom þessi
danski piltur. Hann gekk að rúminu,
virtist vilja segja eitthvað, eins og
fyrra skiptið. Ofurlitið var hann
glaðlegri en áður. Ekkert skyldi ég,