Úrval - 01.10.1972, Side 85

Úrval - 01.10.1972, Side 85
ÚRVAL 83 mundi haía orðið að þvi. Ég sá, að settir voru niður björgunarbátar, og fólkið fara í bátana, sá og ógurlegan fjölda verða eftir á skipinu. Alltaf var sama lognið og alltaf var sjórinn jafnfallegur, og ég var að hugsa um, hvernig þetta slys hefði komið fyrir, þar sem veðrið væri svona yndislegt. Þá sá ég skipið reisast á endann. Á þvi stóð fáéin augnablik, að mér fannst, og það sökk siðan. Ég sá fólkið berjast við dauðann og drukkna unnvörpum, en þá greip mig sú skelfing, að ég opnaði augun, svo að sýnin hvarf. Liklega hefur þetta verið stutt stund. Allt sá ég þetta mjög greinilega, mér fannst ég vera uppi yfir, eins og ég væri i flugvél eöa einhverju þvlliku. Ég sagði móður minni, sem svaf i sama herbergi og ég, frá þessu þegar um kvöldið. Danski pilturinn. Næst kemur þá saga, sem að þvi leyti er allsendis ólik hinum sögunum að hún gerist að mestu leyti við tilraunir og virðist vera sams konar eðlis eins og þær sannanir, sem leitað er eftir með tilraunum. Þvi miður lagði ég enga trúnað á það, sem verið var að segja, meðan það var að koma, enda hafði ég þá ekki jafn—glöggt auga og nú fyrir leitinni eftir sönn- unum, þess vegna lét ég fara forgörðum þau skjöl, sem sönnunin hefði átt að byggjast á. Þegar ég var 14—15 ára, kynntist ég dönskum pilti. Hann var á seglskipi, sem flutti vörur til Duusverzlunar i Keflavik. Ég þekkti hann talsvert og við vorum góðir vinir. Svo hvarf hann mér sjónum, og ég vissi ekkert, hvað af honum hafði orðið, frétti ekkert til hans, frá þvi ég var var 15 ára og þangað til 18. desember 1917. En það varð nú á töluvert aðra leið en fréttir koma venjulega. Það varmorguninnl8.desember. Ég var I rúminu og las af kappi bók, sem mér þótti sérstaklega skemmtileg, og var sokkin niður i lesturinn. Allt I einu hvarf bókin. Ég gleymdi, hvað ég var að lesa, fyrir framan mig sá ég standa mann, sem ég þekkti og var þessi danski piltur. Andlitið var samt mjög breytt frá þvi er ég þekkti hann, og ég fór þegar að hugsa um það, jafnframt þvi sem ég rifjaði upp, hvað mörg ár væru frá þvi er við hefðum sézt. Hann horfði á mig mjög alvarlega, og ég sá, að hann vildi eitthvað segja. Svo hvarf hann. Þetta var i albjörtu. Ég vissi náttúrlega ekki upp né niður i þessu, bjóst samt helzt við að maðurinn væri ekki dáinn, heldur hefði ég séð hann eins og hann var nú. Aftur sá ég hann 28. desember, um morgun lika. Ég var þá að byrja að klæða mig, var ein, eins og i fyrra skiptiö. Ég veit ekki enn, hvernig það hefur verið, ég man, að ég var að byrja að klæða mig, en svo hef ég vist dottið út af. Þvl næst man ég eftir, að ég lá út af og sá ljósa veru standa við rúmið. Mér fannst ég vera búin að missa allt vald á likamanum, ég fann að þessi vera hafði valdið, og að ég átti að sofna. En ég var hrædd og setti mig á móti, samt komst ég i eitthvert draumkennt ástand og ég heyrði glöggt að veran sagði: ..Svefninn er ekki nógu djúpur”. Eftir það fór ég að sjá margvislegar myndir, en það var allt ruglingslegt, og ég vissi sjálf, að þetta átti ég ekki að sjá, heldur eitt- hvaö annað ákveðið. Loksins sá ég hurðina opnast og inn kom þessi danski piltur. Hann gekk að rúminu, virtist vilja segja eitthvað, eins og fyrra skiptið. Ofurlitið var hann glaðlegri en áður. Ekkert skyldi ég,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.