Úrval - 01.10.1972, Side 98
96
ENDUFMINNINGAR HERTOGANS . . .
ég sé ekki fæddur hér, og komi hingað
sem slikur en ekki sem ókunnur maður
eða gestur. Og þessu er nú heldur en
ekki vel tekið. Þjóðum Samveldis-
landanna þykir mjög vænt um að vera
skipað á sama bekk og Stóra
Bretlandi.......þær hafa lagt svo
mikið fram til að hjálpa Heimsveldinu
að vinna sigur i striðinu, að það verður
að viðurkenna ákveðna stöðu þeirra
sem sjálfstæðra rikja innan Heims-
veldisins.......
Með sonarlegri hollustukveðju, er ég
ætið,
þinn Davið.
Svarið kom.
Buckinghamhöllinni,
12. okt. 1919.
Kæri Davið:
......Þú ættir að leggja minna á
þig siðasta mánuð heimsóknar þinnar
og veita sjálfum þér meiri tima til
eigin afnota og meiri hvild frá hinum
eilifu hátiða- og ræðuhöldum, sem
þreyta mann i taugunum Ég varaði
þig við þvi, hvernig þetta yrði.
Þetta fólk heldur, að maður sé
gerður úr steini og geti haldið áfram til
eilifðar. Þú hefðir átt að setja þeim
stólinn fyrir dyrnar i byrjun og neita
að gera svona mikið.......
Ég óska þér innilega til hamingju
með framúrskarandi velgengni ferða-
lags þins, sem má þakka þinum eigin
persónuleika að miklu leyti og þvi, hve
meðleikur þinn hefur verið dásam-
legur.
Þetta gerir mig mjög stoltan af þér.
Það veitir mér mikla hamingju, að
syni mínum skyldi vera tekið með
slikri dásamlegri hollustu og ástúð. Ég
hef fengið mörg bréf frá alls konar
fólki i Kanada, auk bréfa frá starfsliði
þinu, og þar kveður alls staðar við
sami lofsöngurinn ....
Með föðurlegri hollustukveðju er ég
ætið,
þinn elskandi pabbi.
Hin upprunalega hugmynd hafði
verið að láta för mina aðeins ná til
Kanada eins, er ég fór i fyrstu
Heimsveldisför mina til Kanada 1919.
En vegna nálægðar Bandarikja
Norður-Ameriku virtist það hjákátlegt
að framlengja ekki förina, fara yfir
landamærin og heimsækja að minnsta
kosti Washington og New York.
A heimleiðinni austur á bóginn frá
Brezku Kólumbiu minntist ég á mögu-
leikana á að fá slikt samþykki föður
mins og brezku rikisstjórnarinnar.
Eftir töluverð skeytaskipti fram og
aftur var hugmynd min samþykkt. Ég
hélt þvi áfram til Washington i
Kólumbiuhéraði ásamt fylgdarliði
minu og koma þangað á Vopnahlés-
daginn þ. 11. nóvember, 1919.
Lamaöi maðurinn i Hvita Húsinu.
Woodrow Wilson forseti hafði lamazt
fyrir mánuði siðan, og fékk hann mér
nú Thomas R. Marshall varaforseta
sem aðalfylgdarmann minn. Það var
slunginn, gamall náungi, sem bjó yfir
óþrjótandi sjóð af sögum.
Ég heimsótti Forsetann i Hvita
Húsið. Hann lá i rúmi Lincolns forseta.
Við ræddumst aðeins við i nokkrar
minútur.
Það hvarflaði að mér, er ég fór frá
honum, að þetta andlit bæri vott um
dýpstu vonbrigði, er ég hefði litið i
nokkru andliti. Færu áhyggjur
þýðingarmikilla embættisstarfa
þannig með mann, var ég ánægður yfir
þvi, að ég, sem prins, slapp við hin