Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 83
ÚRVAL
81
Nú hagar svo til, að norðanmegin við
höfnina i Keflavik er standberg,
venjulega kallað Bergið. Það eru
áframhaldandi klettabelti út undir
næsta þorp, Leiruna.
Mér fannst ég nú fara meðfram
Berginu og gæta að, hvort ég sæi ekki
bátinn, þvi ferðalagi gæti ég helzt llkt
við flug. Þegar ég er komin út undir
Leiru, sé ég bátinn koma á móti mér á
fullri ferð. Mer fannst ég fara út i
bátinn og gæta að, hvort nokkuð væri
að mönnunum. Ekki varð ég þess vör
að þar væri neitt óvenjulegt, ég sá, að
öllum mönnunum leið vel. Nú fór ég
ákaflega glöð heim aftur, það var ég
komin á svipstundu, ég gekk að
rúminu, og nú langaði mig ákaflega til
að kalla á telpuna og segja henni að
pabbi hennar kæmi bráðum. En þá
komu verstu örðugleikarnir: ég vissi
ekki, hvernig ég ætti að segja henni
það, þvi að mér fannst likaminn, sem i
rúminu lá, svo fjarskyldur mér, að
mér þótti það ekki árennilegt að eiga
aö nota hann til þess. Samt reyndi ég
það, en stóð þó utan við. Eftir nokkrar
minútur tókst mér að láta likamann
tala, ég kallaði á telpuna, hún kom,
ogég fann, að hún varð hrædd við mig.
Ég sagði henni, að hún skyldi ekki
vera neitt hrædd þvi að pabbi hennar
kæmi eftir stutta stund. Ég man, að
mér þótti þetta afskapleg áreynsla, og
ég fann, að ég mundi vera ólik sjálfri
mér.
Þegar þessu var lokið, fór ég að
njóta lifsins og frelsisins. Ég fann, að
ég var i undursamlegum heimiog þeim
áhrifum, sem ég varð fyrir, get ég alls
ekki lýst. Ekki man ég eftir, að ég sæi
neinar verur kringum mig þá, en mér
fannst ég finna til þess, að ég væri
umkringd af dásamlegum kærleika
frá ósýnilegum mætti.
Allt i einu fann ég, að ég var komin
inn I höfuðið, fann ekkert nema það, en
smátt og smátt fór tilfinningin að
færast niður i likamann, siðast i
fæturna, og þá var ég eins og ég hafði
áður verið.
Nú gat ég talað, og það fyrsta sem
ég gjörði var að kalla á telpuna og
spyrja hana, hvort ég heföi sagt
nokkuð. Jú, ég hafði sagt i óþekkj-
anlegum málrómi, að hún skyldi ekki
vera hrædd, pabbi hennar kæmi rétt
strax. Hún sagðist hafa orðið hrædd
við mig, henni fundizt eins og þarna
lægi lik, en þessum orðum sagði hún að
hefði fylgt svo mikil vissa, að hún hefði
trúað þvi fyllilega. Þá sagði ég henni,
hvar hún hefði setið i stofunni og
grátið. Hún rak upp stór augu, vildi
ekki viðurkenna það. En þegar ég hélt
fast við það, að þarna hefði hún setið
og að hún hefði grátið, þá játaði hún,
að þetta væri alveg rétt. Ég sagði
þá,hvernig hún hefði setið, það var
lika rétt. Telpan varð náttúrlega alveg
forviða, stofuhurðin hafði verið læst,
einsog ég hef áður sagt, en enginn
hafði gengið um á meðan.
Nokkrum minútum siðar kom
maðurinn minn inn með þær fréttir,
að báturinn væri kominn, og ekkert
hefði verið að þar. Það hefur svarað
þeim tima, að báturinn hefur einmitt
verið fyrir innan Leiruna, þegar ég sá
hann.
Ég hef siðar sagt þersa sögu tveimur
læknum, sitt i hvort sinn, og spurt þá
að, hvort þeir gætu nokkuð sett það I
samband við óráð sjúklinga. Ég sagði
þeim jafnframt, i hvaða veiki ég hefði
legið, og eins hve mikinn hita ég hefði
haft. Hvorugur þessa lækna er
spiritisti, en báðir töldu, að hér mundi
hafa verið um dularfull efni að ræða,
sögðust ekki þekkja neitt, sem benti á,
að þetta hefði verið i óráði.
Þá koma fjórar sögur, sem mér