Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 63
LEYNDARDÖMUR ELDAMENNSKUNNAR
61
plötunni, áður en mjölinu er bætt út i.
Þá verður sósan mýkri og jafnari.
Þegar vökva er bætt við sósu, sem
verið er að laga, hver svö sem hann er,
þá skuluð þið fyrst taka pottinn a/
suðuplötunni.
Þegar heit sósa er sett saman við
kalda sósu skuluð þið aðeins bætatveim
matskeiðum i einu, svo að kalda sósan
hitni smám saman og ysti ekki.
Hræriaðferð, sem mælt er með.
Notið trésleif eða virþeytara og dragið
áhaldið við botninn á pottinum, þegar
hrært er.
Þegar hræra skal súrum rjóma út I
heita sósu, skuluð þið tala svolitið af
honum á gúmsköfu, strjúka hann siðan
af henni með virþeytara og þeyta hann
siðan léttilega saman við sósuna með
þeytaranum. Halda verður sósunni
fyrir neðan suðumark á meðan. Haldið
þessu áfram, þangað til búið er að
bæta öllum rjómanum út i.
Leyndardómur góörar sósu: lágur
eða miðlungshiti, aldrei mikill hiti.
Aöferð til þess að bæta sósu, sem efnin
hafa skilið sig að i. Sé um holland-
iaisesósu eða súkkulaðisósu að ræða,
skuluð þið þeyta saman viö hana um
einni matskeið af köldu vatni. Notið
heitt vatn, þegar um mayonnaise er að
ræða.
Aðferð til þess að bæta of þykka
sósu: hitið hana, þangað til hún er
farin að krauma, þeytið siöan út I hana
dálitlu af rjóma eða kjöt—og græn-
metissafa, um matskeiö i einu, þangað
til sósan er orðin hæfilega þykk.
Aðferðin til þess að bæta of þunna,
heita sósu: hrærið saman teskeið af
mjöli og teskeið af mjúku smjöri.
Þeytið blöndunni siðan út i heita
sósuna, þangað til hún er orðin
hæfilega þykk. Takiö hana af
eldavélarplötunni á meðan. Látið hana
siðan krauma.
Maður nokkur kom inn I verzlun, þar sem ostaréttir voru sýndir, og
bragðaði á öllum sýnishornunum. Loks tók hann ákvörðun.
,,Hve mikið viljið þér fá?” spurði afgreiðslustúlkan.
,,Bara lltið,” svaraði maðurinn. „Þetta á að fara I rottugildru”.
Nonni er slæmur i baki og fer til læknis.
Læknirinn spyr hann, hvort hann sér kvefaður, en Nonni segir þá, að
liklega sé hann bakveikur, að þvi að hann nagi á sér neglurnar.
„Hvernig i ósköpunum getur það verið?” segir læknirinn.
„Það er þannig, að ég naga neglurnar á tánum á mér.”
Morguninn eftir brúðkaupsnóttina færði brúðguminn brúði sinni kaffi i
rúmið.
Hún bragðaði á kaffinu og sagði:
„Uss, þú getur þá ekki heldur búið til kaffi.”