Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 114
112
ENDURMINNINGAR HERTOGANS . . .
skiliö hliöin eftir opin og boðiB þannig
nautpeningnum i ferðalög.
Lonsdale lávarður, sem kallaður var
„Guli Jarlinn”, stundaði ennþá veiðar
slnar i Barleythorpe 1
Oakhamhéraðinu. Og stundum mætti
maður kastanlubrúnu hestunum hans
með gula vagninn I eftirdragi,
skipaðan skrautklæddum ökumönn-
um, skröltandi eftir þröngu
sveitastigunum.
1 þessu þóttmikla og óhefta um-
hverfi tók hestamennska mln fram-
förum, og sjóndeildarhringur minn
stækkaði.
Það var orðtak á meðal
veiðimannanna, að slyppi maður
töluvert lengi við að detta af baki, yrði
fallið þjáningarfullt. Ég féll oft af
baki. Sum föllin voru þjáningarfull, en
engin reyndust hættuleg.
Hefði verið um einhvern annan en
mig og ræða, hefðu menn aðeins yppt
öxlum yfir þessum óhöppum og álitið
þau aðeins hluta af þeim eðlilegu
hættum, sem þróttmikil Iþróttaiðkun
býður heim. En fréttirnar, sem bárust
frá einhverju óþekktu þorpi þess efnis,
aö ég hefði sézt „moldugur upp á bak”
eða með samanbeyglaðan haröan hatt,
fengu tafariaust þýðingu fyrir allan
heiminn, þar eð ég var Prinsinn af
Wales og blaðalesendur höfðu þá ekki
eins alvarleg vandamál I heiminum til
að gefa gaum eins og slðar.
Um þetta leyti tóku amerisku blöðin
að skýra frá byltum minum með
miskunnarlausri forvitni.
Almennur gauragangur.
Skritlur sem skýrðu frá þvi, að
Prinsinn af Wales hefði dottið af baki,
urðu næstum eins hversdagslegar I
gaman leikþáttum I Amerlku og
tækifærisskritlurnar um vlnbannið.
Þessi klmni á minn kostnaö var mér
að lokum ógeðfelld. Ég sat þó ekki
klárana svona illa, þegar allt kom til
alls. Hinn almenni gauragangur sem
gerður var vegna byltna minna, hefði
haldið áfram að dveljast I
klmnisviðinu, hefði ég ekki orðið fyrir
þvl óhappi veturinn 1924 aö hljóta
hættulega byltu.
Þetta skeði í veöreiðunum, sem háöar
voru um bikar Cavans lávarðar
I veðreiðum hersins við Arborfield
Cross. Ég datt af baki við fyrstu
girðinguna. Jarðvegurinn var harður.
Ég kom niöur á höfuðið og fékk
heilahristing. Ég lá I yfirliði I hálf-
tlma. Meiðslin voru nægilega alvarleg
til þess aö ég varð að liggja inni I
dimmu herbergi I viku og var við
rúmið I næstum mánuð.
Rettur minn til að leggja mig I hættu.
Vegna þessa slyss varð spurningin
um rétt Prinsins af Wales til að leggja
sig I hættu I hindrunarhlaupum fljótt
aö viðfangsefni almennings.
Faðir minn skrifaði mér jafnvel og
varaöi mig við „að leggja mig I hættu
að nauðsynjalausu” og bað mig „að
hætta að taka þátt I hindrunarhlaupum
og löngum veðreiðum I fram-
tiðinni”.
óheppni.
Ekki skyldi ætla, að ég hafi látið mér
þessar áminningar i léttu rúmi liggja.
Er ég hafði náð bata, heimsótti ég
fyrst föður minn og síðan for-
sætisráðherrann.
Ég fullvissaöi þá um, að ég legöi mig
ekki I frekari hættu en aðrir
hestamenn og þessi slðasta bylta væri
aðeins óheppni að kenna. Ég sagði, að
hestar minir væru slyngir I að stökkva
og ég gætti þess aö vera ætið I góðri