Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 55
SANNLEIKURINN UM KYNSJÚKDÓMA
53
Llkami hans er þakinn sárum,
liöamótin óskaplega bólgin og veldur
bólga sú miklum þjáningum, og heili
hans ónýtur.
Piltarnir horfa sem bergmundir á
myndirnar, þeir eru sem lamaðir af
hryllingi. Þeir spyrja spurninga I
tugatali, áður en þeir fara inn I
meðhöndlunarherbergið til þess að fá
þar penicillinsprautur, en séu þær
gefnar nægilega fljótt, hindra þær
hinar sorglegu afleiðingar bæði syfilis
og lekandasýkingar, þ.e. séu þær
gefnar nægilega fljótt.
En þvi miður munu margir þeirra
pilta, sem fá meðhöndlun i dag, verða
komnir hingað aftur i næstu viku eða
vikunni á eftir.Vinkonur þeirra munu
hafa gefið þeim nýjan farmiða til
kynsjúkdómadeildarinnar.
1 slðari greininni munu orsakir
þessa hraðvaxandi kyn-
sjúkdómafaraldursverða athugaðar og
einnig þær ráðstafanir, sem gerðar
hafa verið I varnarskyni.
Syfilis
Spurning: Get ég smitazt af syfilis
við að kyssa?
Svar: Algengast er, að fólk sýkist af
syfilis viðkynmök. Enhafi sú persóna,
sem þú kyssir, syfilissýkingu I munni,
geturðu sýkzt.
Sp: Getur maður sýkzt af syfilis af
salernissetu?
Sv. Nei, og maður getur ekki heldur
sýkzt af syfilis við að nota greiðu
annars eða við að haldast I hendur.
Sp: Er ég öruggur, ef ég nota smokk?
Sv: Þú ert öruggari en notir þú hann
ekki, vegna þess að þá kemurðu I veg
fyrir snertingu getnaðarlimsins við
Frjálsar ástir hafa annmarka.
leggöngin. En slikt er samt ekki örugg
vörn gegn sýkingu.
Sp: Er nokkuð annað, sem ég get gert
til þess að vernda mig?
Sv: Að þvo kynfærin og svæoið um-
hverfis þau með vatni og sápu bæði á
undan og eftir kynmökum. Slikt hið
sama gildir einnig um kynmaka-
félagann. Slikt mun draga úr
möguleikum á sýkingu.
Sp: Hvernig yrði ég var við sýkingu?
Sv: A fyrsta stigi getur kona haft
tilfinningalaust sár i leggöngunum eða
nálægt þeim. Karlmaður getur
haft tilfinningalaust sár á get-
naðarliminum. Stundum getur þetta
sár komið fram á vörunum eða
I munnunum eða i kringum enda-
þarminn.
Sp: Hvereru sjúkdómseinkenni syfilis
á öðru stigi?
Sv: Algeng einkenni eru útbrot um
allan likamann, sem geta komið fram
nokkrum vikum eftir sýkingu. Það