Úrval - 01.10.1972, Side 123
tJRVAL
Ég hlustaöi á skoðanir hans á jafn-
óliikium efnum og eplaræktinni i
Worcesterskiri, cricketiþróttinni og
endurskoðun bænabókarinnar, en um
hið siðasttalda voru þá ofsafengnar
deilur i þinginu. Og ég varö jafnvel
hrifnari af fróöleik hans heldur en þvi
orði, sem fór af stjórnmálalegri
skarpskyggni hans.
En viö nánari athugun á hr. Baldwin
fannst mér ég veröa var við merki
þess hroka, sem sjálfsálit sumra
Englendinga lýsir sér i, er þeir ferðast
erlendis.
Jón gamli Boli.
Hann varð i þvi rikara mæli lifandi
jmynd hins brezka Jóns gamla Bola,
eftir þvi sem við héldum lengra inn á
meginland Norður Ameriku. A þeim
tima, er ég rikti, varð ég aftur var við
slikt hjá honum.
Mérfannst lifiö fremur gott árið 1928.
Ég var þá 34 ára gamail með tlu ára
starf að baki mér i stöðugri þjónustu
hins opinbera.
Bertie bróðir minn hafði mælt með
töfrum þeim sem villidýraveiðar búa
yfir. Ég ákvað þvi að fara i
veiðileiðangur til Austur Afriku.
Ég fór frá Stóra Bretlandi I sept-
ember meö Harry bróður minum,
hertoganum af Cloucester.
t leiöangrinum.
Leiðir okkar Harry skildust eftir
nokkurra daga dvöl i Nairobi. Hann
fór suöur á bóginn á veiðar i
Tanganyika og Norður - Rhódesiu, en
ég hélt áfram ferð minni vestur á
bóginn yfir Viktorluvatnið til Ugan-
dahéraösins og ætlaði að hitta hann
aftur i Höfðaborg um jólaleytið.
Ég og fylgdarlið mitt urðum að vera
léttir á okkur á feröinni, og þess vegna
sendum við mest af fötum okkar
121
áfram til Suður Afriku. Við héldum svo
leiðar okkar i halarófu suður á bóginn i
frumskógaskyrtum og stuttbuxum.
Heilsu konungs hrakar.
Ég var aðeins byrjaöur að hafa
verulega gaman að ferðinn, þegar
tilkynning barst okkur dag nokkurn
frá fréttastofu Reuters þess efnis, að
faðir minn lægi veikur i
Buckinghamhöll.
Mér brá ekki mjög við fréttirnar
fyrst I staö, þvi að faðir minn hafði
len^i þjáöst af ólæknandi kvefsótt. Ég
sendi samt skeyti til
Buckinghamhallarinnar og baðst
frekari upplýsinga.
Er eg kom til Dodoma nokkrum
dögum siðar, sem er ein af
aðalstöðvunum þar um slóðir, biðu
min þar upplýsingar alvarlegs eðlis
frá Dawson lávarði, lækni föður mins.
Heilsu konungs hafði hrakað, og min
biðu nú skeyti frá for-
sætisráðherranum og einkaritara
minum, Sir Godfrey Thomas.ig hvöttu
þeir mig til þess að hraöa heimferðinni
eftir fremsta megni.
Er ég var enn að athuga, á hvern
hátt væri fljótlegast að komast heim
aftur, barst mér sú fregn, að létta
beitiskipið „Framtakssemin” (En-
terprise) hefði fengið skipun um að
halda til Dar-es-Salaam til þess aö ná I
mig, en það er höfuðborg og helzta
hafnarborg Tanganyikasvæðisins.
Cr allri hættu.
Kapphlaupið, sem nú hófst við
timann, varð mér hryllileg reynsla.
Fyrst var haldið sjóleiðis norður Ind-
landshaf, eftir Rauðahafinu og
Súezskuröinum og siðan vestur á
bóginn yfir hálft Miðjarðarhafið til
Brindisi á Italiu, en þaðan þaut ég I
lest yfir þvera Evrópu.
Ég hafði aldrei fyrr séð skip pint