Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
ÚltVALSLJÓÐ
Kveld
1 rökkrinu þegar ég orðinn er einn
og af mér hef reiðingnum velt
og jörðin vor hefur sjálfa sig
frá sól inn i skuggana elt
og mælginni sjálfri sigur i brjóst
og sofnar við hundanna gelt, -
en lifsönnin dottandi i dyrnar er setzt,
sem daglengis vörður minn er,
sem styggði upp léttfleygu ljóðin min öll,
svo liðu þau sönglaust frá mér,
sem vængbraut þá hugsun, sem hóf sig á loft
og himininn ætlaði sér,-
hve sárfeginn gleymdi ég og sættist við allt,
ef sjálfráður mætti ég þá
i kyrrðinni og dimmunni dreyma það land,
sem dagsljósið skein ekki á,
þar æ upp af skipreika skolast hún von
og skáldanna reikula þrá,-
það landið, sem ekki með ónálag hátt
I upphæðum neitt hefur bætzt,
þar einskis manns velferð er volæði hins
né valdið er takmarkið hæst
og sigúrinn aldrei er sársauki neins,
en sanngirni er boðorðið æðst.
En þá birtist andvakan ferleg og föl
og fælir burt hvild mina og ró,
og glötuðu sálirnar sækja að mér,
sem sviku það gott i þeim bjó,
og útburðir mannlifsins ýlfra þá hátt,
það atgervi, er hirðulaust dó.
Og þá sé ég opnast það eymdanna djúp,
þar erfiðið liggur á knjám,
en iðjulaust fjársafn á féleysi elst
sem fúinn i lifandi trjám,
en hugstola mannfjöldans vitund og vild
er villt um og stjórnað af fám.
Þar jafnan eins vafasöm viðskipti öll
og vinarþel mannanna er
sem einliðans, dagaða uppi um kvöld
hjá útlögztum ræningjaher,
sem hlustar með lokuðum augunum á,
að óvinir læðast að sér.
Og villunótt mannkyns um veglausa jörð
svo voðalöng orðin mér finnst
sem framfara skiman sé skröksaga ein
og skuggarnir enn hafi ei þynnzt,
þvi jafnvel i fornöld sveif hugur eins hátt.
Og hvar er þá nokkuð sem vinnst?
Jú þannig, að menningin út á við eykst,
hver öld þó að beri hana skammt.
Hún dýpkar ei, hækkar ei, lengir þó leið
sem langdegis sólskinið jafnt.
En augnabliksvisirinn, ævin manns stutt,
veit ekkert um muninn þann samt.
En jafnvel i smalanna einveru inn
sem árgeislinn læðist hún rótt
og bjarmar i hugum, þó beri ei á,
þvi birtingin fer þar svo hljótt,-
og ég, sem get kveðið við kolsvartan heim,
slikt kvæði um andvökunótt,-
og hugarrór stigið i hviluna þá
að hinztu, sem við ég ei skil,
svo viss, að I heiminum vari þó enn
hver von min með ljós sitt og yl,
það lifi, sem bezt var I sálu min sjálfs,-
að sólskinið verður þó til.
Stephan G. Stephanson.