Úrval - 01.10.1972, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
A meöan haföi fjárfesting hennar
heppnazt bærilega, en þó ekkert
stórkostlega. „Mér var fariö að aukast
sjálfstraust í verðbréfabraskinu — og
þaö of mikiö. Þá mátti viö þvi búast,
að ég sigldi mig um koll.”
Snemma árs 1964 ætlaði hún að selja
nokkur bréfa sinna og kaupa fyrir
$8.000 First Charter Financial-
verðbréf. Þau gengu þá á tæpa 40
dollara hlutinn. Athuganir hennar
sjálfrar og svo þeirra, sem ráðlögðu
henni, þar á meðal miðlarans, sann-
færðu hana um, aö þau mundu
örugglega verða komin upp 160 dollara
hvert bréf i árslok 1964 og kynnu
hugsanlega að tvöfaldast á næsta ári
eða svo.
Kvöld eitt i kalsaveðri i janúar var
frú Neal á gangi með Browie hjá
gamla gráa húsinu. Hárin tóku að risa
á hundinum, og hann byrjaði að gelta
að gerðinu. Frú Neal kippti i háisólina
og skipaði honum að þegja. Um leið sá
hún út undan sér eitthvað á hreyfingu
bak við gerðið.
Hún rýndi inn i það, sem hafði verið
garður Thomas. Og i skugganum
grillti I hana i eitthvað sem hafði á sér
yfirbragð manns.
Þá heyrði hún rödd, sem var svo lág,
að hún yfirgnæfði varla skrjáfið i
laufunum i rokinu. Röddin sagði,
„Kauptu ekki First Charter.”
Frú Neal stóð og starði inn I
myrkrið. Hún kallaði: ”Er einhver
þarna?”
En það kom ekkert svar. 1 þvi birtist
annar hundeigandi ■ á göngu eftir
götunni, og frú Neal, sem fór hálfvegis
hjá sér, flýtti sér burt.
Hún keypti ekki First Carter. í
árslok 1964 varð hún þvi fegin. Bréfin
bvriuðu að falla i verði i marz. 1 árslok
voru þau á hálfvirði og stóðu i stað allt
árið 1965. 1966 voru þau komin niður
i 10 dollara.
Brownie virtist sjá eða skynja aft-
urgönguna um það bil einu sinni i
viku, en frú Neal sá ekkert bak við
geröið þar til um sumarið 1964. Kvöld
eitt, þegar heitt var I veðri og greina
mátti þrumur i fjarska, kom þetta—
sem — gat — verið — vofa”og sagði
henni að kaupa Walter Kidde.
Um það leyti var komið I Ijós, að
fyrsta viðvörun vofunnar reyndist
vera hið mest heillaráð. En frú Neal
var þó ekki reiðubúin til að
hætta stórfé á það, sem draugurinn
segði henni. Þegar allt kom til alls, gat
draugurinn svo sem verið einber
Imyndun hennar. Svo að hún keypti
aðeins nokkur hlutabréf i Walter
Kidde á $18 stykkið.
Snemma árs 1965 hækkuðu bréfin i
rúma$30. í lok ársins voru þau komin i
rúma $40, og miðju næsta ári (1966)
rúma $60. Frú Neal seldi, þegar þau
voru komin i $63. Á tveim árum hafði
hún þvi aukið $1800 I $6300.
„Ég veit, að þessi saga hljómar
hálfkjánalega,” sagði hún við mig,
þegar ég heimsótti hana haustið 1970.
„En I fullri einlægni, hvað get ég sagt?
Árangurinn er áþreifanlegur. Hann er
skrifaður niður svart á hvitu.”
Hún rétti mér miða, þar sem finna
mátti staðfestingu verðbréfamiðlara
hennar. Þar mátti sjá, að hún hafði
keypt Ling—Temco—Vought á $46 árið
1966, og selt þau aftur á $144 ári seinna.
Hún hagnaðist þar um $23.000.
„Það má svo sem deila um
drauginn,” sagði frú Neal, „en það er
ekki hægt að deila um þetta.”
Tarot — maðurinn.
Siðla dags seint á árinu 1966 gekk
einkennilegur maður inn i skrifstofur